Ég lenti í dálitlu…óþægilegu um daginn og ég finn enga skýringu á því sem að gerðist. Ég lifi samt fyrir dulspeki og er á kafi í henni en skil þetta samt ekki, ég vona að þið getið fundið einhverja skýringu.

Ég var heima hjá ömmu minn sem að heitir Birna S. Vestmann og er reikimeistari og heilari. Mér leiddist og ákvað því að teikna eitthvað skemmtilegt:) En mér datt ekkert í hug þannig að ég gerði bara strik á blaðið. Svo skyndilega fór ég bara að skrifa, uppúr þurru! Ég var samt ekki að skrifa, ég get ekki útskýrt en það var eins og eikker annar væri að skrifa, eikker sem að hreyfi hendina mína. Þegar “ég” hætti loks að skrifa voru 4 orð á blaðinu, 4 lítil orð. Samt var ég tiltölulega lengi að skrifa og mér fannst ég hafa skrifað á allt blaðið. Þetta voru orðin “Via crusis Via Lusis.” Mér heyrist þetta vera latína en þar sem að ég kemst ekki í orðabók veit ég ekki hvað þetta þýðir. Ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvað gerðist og líka ef til vill sagt mér hvað orðin þýða geriði það endilega.

“Dauðin er önnur útgáfa af lífinu og eyðilegging eins forms er byrjun annars.”