Mismunandi sýnir eru á lífið og hægt er að líkja því við margt. Ég lít á lífið sem göng.
Einhverstaðar byrja þau, stundum skiptast þau í tvær eða fleiri áttir, stundum eru þau þröng en þó eru öll göng mismunandi,sum eru þrengri en önnur, sumar skiptast í fleiri áttir en önnur, en öll göng hafa sama eiginleika að þau byrja einhversstaðar og enda annarsstaðar.
Sum göng eru styttri en önnur, sum enda áður en þau byrja en svo er það stóra spurningin Hvað eru göngin mörg hjá hverjum og einum??
Fáum við fleiri tækifæri eða er þetta eru þetta einu göngin sem við fáum?