Ég man hann ekki mjög vel en ég man hann svona nokkurn veginn…

Ég var með vinkonu minni og mér var mjög illt í neðri gómnum, og ég fór inn á klósett til að gá hvort ég væri með sár í tannholdinu… og nú kemur þetta fáránlega… HANN VAR FARINN Í TVENNT !!! Hann var farinn í sundur hjá framtönnunum ! og ég þurfti að halda honum saman með höndunum, (bara neðri gómurinn) svo fór ég aftur til vinkonu minnar aftur og sagði henni frá þessu… svo vaknaði ég…

en ég er með spangir í neðri góm og í draumnum brottnaði vírinn í miðjunni og þess vegna fór hann í sundur :/

Þetta er án vafa fáránlegasti draumur sem ég veit um !

Getur einhver sagt mér hvort þetta þýði eitthvað ?