Mig dreymdi að ég væri á ferð í jeppa með pabba mínum. Hann langaði svo í shake svo ég bara opnaði gluggann á jeppanum á meðan við vorum á ferð og á húsunum sem við þutum framhjá voru shkaedælur…ekki stoppuðum við til að fá okkur, heldur gerði ég þetta allt á ferð!!! Fyrst þutum við framhjá mjólkurdælu(aldrei stoppuðum við bílinn)og ég tók skammt, svo ísdælu og ég tók skammt og svo loks súkkulaðið…þetta var ekkert hrært saman en þegar ég smakkaði kom blöndubragðið af þessu öllu. Glasið var glært svo ég sá þetta óblandað. HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM ÞÝÐIR ÞETTA!!!???????