—2. “Meditation” eða hugleiðsla.
Hana er mikilvægt að læra. Þú þarft að æfa þig í að tæma hugann, ef þú getur það ekki, þá nærðu aldrei árangri í göldrum.—


Teygðu vel á öllum vöðvum (mjög gott er að stunda jógaæfingar)
Leggstu svo niður, lokaðu augunum og slakaðu á hverjum líkamshluta fyrir sig.
Vertu ekki í þröngum fötum og taktu af þér öll armbönd og aðra hluti sem gætu truflað þig.
Þegar þú ert alveg orðin afslöppuð/aður þá skaltu ímynda þér ruslagám. Taktu nú allar hugsanir þínar (peningavandamál, sambönd ofl.) og hentu þeim í gáminn hverri á eftir annarri. Þegar allar hugsanir eru komnar í gáminn þá skaltu ýta honum út af hugsana“skjánum”.
Nú ætti hugur þinn að vera alveg tómur. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt en það er það alls ekki. Það tekur tíma og æfingu að ná þessu rétt.

Þetta er bara ein af ótalmörgum aðferðum til að æfa sig í hugleiðslu, þetta er bara sú aðferð sem ég notaði þegar ég var að byrja og hún virkaði vel fyrir mig.
Það er misjafnt hvað virkar fyrir hver og einn.
Ég kem kanski með fleiri sýnishorn af hugleiðslu þegar ég hef tíma.