Þetta er eiginlega ekki dulspekimál en allaveg.
Litla systir mín er 5 ára og er frekar klár og talar mikið og spyr.
En stundum hættir hún alveg að hegða sér svona. Það gerist bara þegar hún fer ein upp eða niður í húsinu.
Ef ég spyr hana hvort að hún nenni nokkuð að ná í eitthvað fyrir mig uppi/niðri(þegar við erum einar í húsinu) þá spyr hún mig oft hvort ég geti ekki farið með henni. Ég segji oftast nei við hana og læt hana fara eina upp/niður. Og stundum kemur hún ekki aftur niður/upp nema að ég kalli á hana.
Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Hún verður oft hrædd ef hún fer ein á kvöldin jafnvel þó að öll ljós séu kveikt.
Einu sinni fann ég hana grátandi uppi án nokkurra ástæðu, hún vildi allavega ekki segja mér neitt.
Hún vill aldrei segja mér neitt,en ef ég spyr hana ef það sé einhver uppi þá gjóir hún augunum eins og hún sé vandræðaleg.
Þegar við kláruðum húsið þá held ég að einvher maður hafi drepið sig í því rétt fyrir að við keyptum það. Annars er ég ekki viss.
En þetta er að verða dálítið óþægilegt.

Katta
Vatn er gott