Mig dreymdi núna nýlega að ég lá uppi í rúmi um kvöld/nótt. Herbergið mitt leit út nákvæmlega eins og í alvöru (sem gerist ekki oft í mínum draumum). Allt í einu opnast hurðin og ég held að þetta sé bara mamma að gá hvort ég væri sofnuð eða e-ð, ég nenni ekki að tala við hana og þykist því vera sofandi. En þó ég sé með lokuð augun í draumnum sé ég samt í kringum mig…
Allavegana, það sem ég held að sé mamma gengur nú inn í herbergið mitt í áttina að mér. Þegar “mamma” kemur nær sé ég að þetta er alls ekki hún, heldur svartur skuggi, og þá meina ég svartur. Þessi skuggi kemur nær og nær og alltaf þykist ég vera sofandi. Síðan stendur skugginn yfir mér, setur báðar hendurnar rétt fyrir neðan hálsinn minn og ýtir, fast. Ég opnaði ekki enn augun í draumnum, meðan þessi vera var að ýta af öllum lífs og sálar kröftum. Ég vakna á þessum tímapunkti en mundi ekki drauminn fyrr en um kvöldið. Var þetta draumur eða draugur……??