Ég hef í dálítinn tíma getað stjórnað draumunum mínum upp að vissu marki eða að minnsta kosti beint atburðarás draumsins í ákveðna átt. Þetta er ákaflega hentugt því ég hef sofið alveg ótrúlega vel á þennan hátt og get forðast óþægilega drauma að mestu leyti og alltaf vaknað þegar mér líður illa í draumnum.

Hins vegar er eins og mér sé núna að hefnast fyrir þessa hæfileika því ég er búin að vera að fá alveg hræðilegar martraðir… og það sem verra er, ég get ekki stjórnað þeim á neinn hátt, beint þeim í aðra átt né vaknað. Fyrst hélt ég að þetta væri bara eitthvað sem mundi ganga yfir en núna er þetta búið að vera svona í nokkra mánuði og þetta er farið að verða hálfgert vandamál. Ég er illa sofin, dagurinn ónýtur á allan hátt og ég get næ ekki að einbeita mér að neinu nema draumunum og þetta hefur auðvitað gríðarlega áhrif á andlega líðan mína, fyrir utan hvað það er hrikalega óþægilegt að vakna skelfingu lostinn, sveittur og allir vöðvar líkamans strekktir og hjartað hamast. Mér líður hálf vandræðalega að vera orðin svona gömul og fá endalausar martraðir og margir vinir mínir virðast vera hættir að taka mark á þessu hjá mér og hrista bara hausinn.

Mér finnst líka skrítið að það er ekkert sem er neitt að hrjá mig á neinn hátt sem gæti valdið þessu, mér gengur vel í öllu sem ég er að gera og er ánægð með lífið og það er ekkert í fortíðinni sem gæti verið að skjóta upp kollinum núna því ég hef aldrei lent í neinu slæmu eins og einelti eða misnotkun eða neinu slíku. Samt virðast draumarnir bara verða verri og ágengari og ég er núna farin að hálf kvíða því að fara að sofa… ég er þó aldrei andvaka.

Ég veit að þetta er frekar efni til að setja á korkinn en þar fær maður svo lítið af svörum þannig að ég geri tilraun til að senda þetta inn sem grein.

Ef einhver þarna úti hefur lent í því sama og/eða getur gefið mér einhver ráð þá væri það MJÖG vel þegið.
Þú ert ekki orðin drukkin ef þú getur legið á gólfinu án þess að halda þér í ;)