Gaman væri nú ef allir fengju sýn. Bara í 3-5 mínútur. Allt sem að þú hugsar endurvarpast út í orkuhjúpinn þinn. Tilfinningar þínar flæða allt í kringum þig í öllum litum regnbogans. Sumir einstaklingar eru áberandi “gulir” á meðan aðrir eru “bleikir” . En það skemmtilega við þetta allt saman er að það verða allir fyrir áhrifum orkuútgeislunar annarrar manneskju, sumir eru meðvitaðir en aðrir ekki.
Þegar þreyta hrjáir þig þá er áran þín opnari fyrir alls konar ytri áhrifum þetta á einnig við ef að þú ert dapur/döpur. Þá er mikilvægt að velja rétta umhverfið eða fólkið til að umgangast.
Það er vissa mín að allir geta skynjað orku og áhrif hennar. Sjónin þín er eins og myndavél. Þau senda myndina til tölvunnar (heilans ) sem síðan gefur þér upplýsingar um hvað býr að baki hennar. Þær upplýsingar eru teknar úr því safni sem að þér hefur verið kennt /sýnt í gegnum lífið. Ég var alin upp við að lífið væri miklu meira en bara það sem augað skynjar og eyrað heyrir….
Þegar þú kannt að hlusta, skynja eða ert skyggn þá opnast þetta svið fyrir þér. Lífið verður allt dýpra og sannarleg í lit.
Við erum í raun öll eins konar vítamin fyrir hvort annað. Orkumikil manneskja getur aukið mátt þinn og þú lifnar við á meðan önnur þung áhyggjufull, eða í sjálfsvorkunn tæmir þig alveg.
Til umhugsunar.
Hefurðu velt því fyrir þér að þegar tveir einstaklingar stunda kynlíf þá blandast orkan þeirra algjörlega. Þú berð orku hinnar manneskunnar í árunni þinni í ákveðinn tíma á eftir. Það að vera í líkamlegu nánu sambandi er í raun miklu dýpra en margan grunar.
Ég læt þetta duga að sinni. Fylgist með viðbrögðum ykkar og áhuga.
Og endilega varpið fram spurningum ykkar ef einhverjar vakna
Geislakveðjur :-þ