TAFLA 1 – ASTRALLITIR

STJÖRNUMERKI FÆÐINGARDAGUR RÁÐANDI LITUR NÆSTMEST RÁÐANDI
Vatnsberinn 20. janúar – 18. febrúar Blár Grænn
Fiskarnir 19. febrúar – 20. mars Hvítur Grænn
Hrúturinn 21. mars – 19. apríl Hvítur Bleikur
Nautið 20. apríl – 20. maí Rauður Gulur
Tvíburarnir 21. maí – 21. júní Rauður Blár
Krabbinn 22. júní – 22. júlí Grænn Brúnn
Ljónið 23. júlí – 22. ágúst Rauður Grænn
Meyjan 23. ágúst – 22. september Gylltur Svartur
Vogin 23. september – 22. október Svartur Blár
Sporðdrekinn 23. október – 21. nóvember Brúnn Svartur
Bogamaðurinn 22. nóvember – 21. desember Gylltur Rauður
Steingeitin 22. desember – 19. janúar Rauður Brúnn

Þegar þú framkvæmir ritúal eða kertagaldur þá getur verið að galdurinn eigi við einhverja ákveðna manneskju. Þú gætir til dæmis verið að hjálpa veikri vinkonu eða vini þínum að komast yfir erfitt ástarsamband. Þá myndir þú nota astralkerti til að koma í staðinn fyrir viðkomandi manneskju, svona til að hjálpa þér að fókusera almennilega á hann/hana. Einnig gætirðu notað astral kerti fyrir sjálfa(n) þig þegar við á.

Athugið að dagsetningarnar á stjörnumerkjunum geta verið breytilegar frá ári til árs. Ef þið eruð á mörkunum milli tveggja merkja og eruð í einhverjum vafa hvort þið eruð þá get ég flett þessu upp fyrir ykkur. Ég á bók heima með töflu yfir alla 20. öldina.

Greinarnar um hinar tegundir kertanna koma seinna… Það er nú bara svoleiðis að maður er í háskólanum og er í prófum og brjálað að gera svo sleppið allri gagnrýni ef ykkur finnst þetta of stutt.

Kveðja,
Divaa