Mig dreymdi fyrir nokkru sem gerðist í morgun en langar fyrst að segja ykkur drauminn.

Það voru tveir menn með hrafnsvart hár sem voru heima hjá mér og voru þeir ungir annar var að drífa sig mikið en hinn var rólegri og sagði að hann þyrfti ekki að drífa sig.

Svona var draumurinn og í morgun keyrði ég heim til vinkonu minnar sem ætlaði að fá far með mér í skólann og kom hún út til mín grátandi og sagði mér að afi hennar hafði dáið um nóttina.
Mig grunar að sá sem þurfti að drífa sig hafi verið afi hennar en hver hinn er er mér hulið en hef minn grun sem er byggður á góðum stoðum.

Mig hefur áður dreymt fyrir hlutum en þetta var bara einum of undarlegt en ég verð bara að taka því.

Kv. Taran