Hehehh… já, þetta varð víst miklu minna í síðustu grein heldur en ég hélt það myndi vera. Virkaði miklu meira í glugganum sem ég skrifaði þetta í og ég var bara, vá fokk… ég get ekki verið að skrifa svona mikið í einu og svo þegar greinin var samþykkt hálfskammaðist ég mín fyrir hvað þetta var stutt, svo ég skil alveg gagnrýnina sem ég fékk fyrir síðustu grein. En hérna kemur meira!

Altari:
Þú þarft að hafa eitthvað sem þú getur notað sem altari. Næstum hvað sem er getur dugað, borð, kista, box og jafnvel gólfið. En hvers vegna ekki að gera hlutina almennilega? Smá smekkvísi skaðar engan. Lítið borð um 75 cm á lengd og 60 cm á breidd er tilvalið. Spilaborð virkar líka ágætlega. Ef þú vilt geturðu lagt dúk yfir það. Hann ætti helst að vera hvítur. Þú munt þurfa nokkra kertastjaka og mega þeir vera af hvaða gerð sem er. Reyndu hins vegar að velja þá fremur smáa í sniðum þannig að þegar þú notar marga í einu þá komist þeir allir fyrir á altarinu án þess að þrengja um of að þér. Þetta er líka mikilvægt þegar þú þarft til dæmis að hafa tvö kerti saman og álíka. Með stórum kertastjökum getur verið ómögulegt að hafa þau nálægt hvoru öðru, svo veldu fremur smáa og íburðarlitla stjaka.

Reykelsi:
Reykelsi eru sjaldan nefnd í tenglsum við kertagaldra en eru engu að síður mjög mikilvæg. Alltaf ætti að brenna reykelsi á meðan á athöfnum stendur. Þau hjálpa heilmikið til við einbeitingu og koma á réttu hugarfari í undirbúningi. Það er líka gömul trú að reykurinn frá reykelsunum beri bænirnar upp til guðanna. Hvaða reykelsi sem er getur dugað, allt frá litlum keilum til þeirra sem eru sérblönduð til að strá yfir kol. Flestum finnast litlu keilurnar langþægilegastar. Þessi indversku eru yfirleitt mun þægilegri en þau kínversku þar sem þau eru mildari.

Nornin:
Það er engin þörf á því að fara á sérstakan matarkúr eða jafnvel fasta fyrir kertagaldursathafnir. Þú getur einbeitt þér mun betur ef þú ert saddur/södd og líður vel. Hins vegar þarf að ganga í gegnum táknræna hreinsun fyrir athafnirnar. Það er þó ekki flóknara en svo að nóg er að dýfa sér stutt ofan í bað með smá salti út í og skiptir ekki máli hversu heitt baðið er. Engin þörf er á að nota sápu eða annað slíkt.



Næst tek ég fyrir kertin, fötin og fleira. Klára þetta dót! :)

Kveðja,
Divaa

P.S. Vonandi eruð þið ánægðari með lengdina á þessu!