Stundum virðist ég geta lesið hugsanir fólks. Til dæmis einu sinni þegar vinur minn og ég vorum að tala saman spurði hann mig svona að ganni hvort ég vissi hvað stærsta kerti heims var lengi að brenna. Og ég segi það fyrsta sem mér dettur í hug sem var eitt ár og fimmtíu og tveir dagar. Viti menn það var rétt einu skekkju mörkin voru að kertið brann á hlaupári þess vegna hefði það átt að vera eitt hlaupár og fimmtíu og einn dagur.
Ég sver það ég hef aldrei heyrt um þetta kerti áður.
Stundum þegar ég er að tala við vini mína þá spyr ég svona “hugsaðu eitthvað spil í spilastokknum” og þeir gera það og oftast get ég fyrstu spilin kannski fyrstu tvö en eftir það verð ég svo glaður að ég missi einbeytinguna.
Svo er það auðvitað það sem skeður fyrir marga, að vita það sem fólk ætlar að segja áður en það segir það.
En það er eitt sem kemur áræðanlega ekki fyrir marga en ég veit það sosem ekki, en það er að heyra bókstaflega það sem fólk hugsar.
Einu sinni heyrði ég á einn kennarann minn í skólanum hugsa “hér er mikið af fólki” þá var eins og öll hljóð hljóðnuðu í kring og ég heyrði þetta, ég sá ekki varirnar hreifast. Þetta hefur komið fyrir einstaka sinnum en aldrei eins sterkt og þá.
Mig langar að vita koma oft svona hlutir fyrir ykkur eða kannski eitthvað annað?