TAROT - Töframaðurinn TÖFRAMAÐURINN

Þetta spil hefur tvær merkingar. Töframaðurinn er sá sem leitar sannleikans og reynir að samræma það líkamlega við hið andlega. Hann er gáfaður og kann að bjarga sér úr vandræðum.
Hins vegar er hann einnig tákn lyga, undirferli, drottnun og óheiðarleika.

Töframaðurinn er annað hvort í gervi töframanns eða skóara. Sem skógari hefur hann stóran hatt og gengur í litskrúðugum fötum. Það sem er sérstakt við hattinn er að hann er látinn halla eins og átta sem er á hlið, en það er merki ódauðleikans.
Ef hann er í líki töframanns er hann oftast í kjól og heldur á töframsprota. Yfir höfði hans er merki ódauðleikans.

Þegar spilið snýr rétt:
Viljastyrkur. Sá sem hefur frumkvæðið. Nýir hæfileikar uppgötvast. Frami á nýju sviði. Gott spil fyrir námsmenn og þá sem eru að endurmennta sig. Einnig getur þetta táknað að manneskjan eigi að hefa starf á öðru sviði en því sem hún er á og mun henni þá ganga betur.

Þegar spilið snýr öfugt:
Óöryggi. Lygar. Óheiðarleiki. Tafir.
Fyrir þá sem eru það góðir í að spá í TAROT og lesa úr spilinu Lukkuhjólið þegar það má ekki og þetta spil kemur beint eftir það, þá er það að skamma þig fyrir að misnota þá hæfileika sem þú hefur ;o)

Kveðja,
Abigel