Ég veit ekki hvort maður eigi að þora að skrifa aðra grein fyrir öllum þröngsýnu brandaraköllunum, en maður verður bara að taka áhættuna :o)

Af öllu sem ég hef upplifað varðandi orku, skyggnigáfu, framtíðarsýnir og annað því um líkt hefur ekkert verið eins gott og að geta yfirgefið líkamann. Ég veit ekki hversu margir hafa upplifað það og gaman væri ef einhverjir myndu vilja lýsa sinni reynslu af þessu en sjálf finnst mér eins og maður sé loksins frjáls, engar áhyggjur, bara slökun meðan þú svífur í loftinu.
Ég á það til að gera þetta stundum ósjálfrátt í svefni, sérstaklega þegar ég er búin að grúska eitthvað í andlegum hlutum, og það er betra en nokkur svefn að geta svifið, því þú færð einhvern megin miklu meiri frið, því áhyggjurnar verða eftir í líkamanum.
Fyrir þá sem kannski eru að spá í að reyna þetta þá get ég eiginlega bara sagt hvað ég geri til að yfirgefa líkamann, og það eru örugglega til miklu fleiri leiðir heldur en sú sem ég nota og eins og ég sagði fyrr í greininni væri mjög gaman að heyra frá öðrum varðandi þetta.
Það sem ég geri er að byrja á algerri andlegri íhugun. Ég slekk ljósin, set rólega tónlist undir (má alls ekki vera það há að þú byrjir að taka eftir henni, því hún á bara að ýta undir flæði milli heilahvolfa. Síðan sest ég á gólfið inni hjá mér, krosslegg fæturnar í jógastellingu og tæmi algerlega hugann. Oft þegar maður er orðinn góður í að tæma hugann þá geta ótrúlegustu sýnir komið fram. En þegar hugurinn er algerlega tómur þá byrjar þú að ímynda þér að þú stígir út úr líkamanum. Kannski byrjar á að reyna að láta orkuna í höndunum fara úr líkamanum og ímyndar þér sem þú stígir úr líkamanum. Þetta tekur þónokkra æfingu og mikla íhugun en ef þig virkilega langar til að líða vel þá er það þess virði!