Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein hingað sem bar yfirskriftina “Hjálp” og er að finna á slóðinni http://www.hugi.is/dulspeki/greinar.php?grein_id=50607
Nú langar mig að segja ykkur hvað ég gerði til að losna undan þessu.
Fyrst þá var ég svolítið hrædd við þetta en svo ákvað ég að ég mætti ekki hræðast þennan anda.
Ég þurfti smá sjálfstjórn og smá heilaþvott á sjálfa mig til að ná því markmiði að finna ekki til hræðslu þegar ég fór að sofa.
Alltaf þegar ég lagðist í rúmmið mitt til að fara að sofa þá reyndi ég að sjá fyrir mér svona hvítt ljós og sagði við sjálfa mig “ég er óttast þetta ekki ég er sterk og ég get varist þessu” einnig þá bað ég að þessi óhamingjusama vera findi frið og ró.
Síðan las ég helling um svona málefni og einnig skoðaði ég svörin við greininni.
Svo þegar ég taldi að ég væri orðin nógu sterk til að takast á við þetta að alvöru þá fór ég að gera hreint hjá mér, var ekkert að flýta mér tók minn tíma í þetta. Ég fann ekki myrru eða neitt álíka til að notast við en kannski hef ég ekki leitað á réttum stöðum, þannig að ég var bara með hreint vatn ekki með neinu útí og svo var ég með logandi kerti með mér í öllum herbergjum, kertið var hvítt því að ég fann ekkert svart kerti nema þá einhvað litað sem var hvítt að innan en ég taldi að kertið ætti að vera með hreinum lit.
Loka verkið í hverju herbergi var að byðja þessa óhamingjusömu sál að vera okkur góð og að óska þess að hún fyndi fríð og ró.
Ég held að þessi sál sé hérna ennþá en það er komin ró yfir heimilið og þetta áreiti sem var er hætt, börnin hafa róast og okkur er farið að líða betur.
Ég vona bara að þessi óhamingjusama sál hafi fundið frið og komi til með að finna sér sinn samastað með tímanum.

Takk fyrir allar ábendingar og hjálp.
Vona að þetta geti hjálpað öðrum þó að ég telji að það sé persónubundið hvernig maður á að taka á málonum.
Kveðja
StarCat