Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna þess hve margir nota kerti og margt annað til hjálpar við látið fólk og annað yfirnáttúrulegt, að kannski að huga að því hversu mikla orku við sjálf höfum í okkur.
Auðvitað hafa allir mismikla orku í sér en spurningin er hvort ekki sé hægt að virkja hana til að geta notað við ýmsar aðstæður. Nefni ég hugleiðslu sem gefur mikla hjálp.

Sjálf hef ég alltaf verið með mikið af orku í mér. Eins og þegar ég reiðist þá get ég eyðilagt hluti án þess að snerta þá, nóg að horfa. Og ef ég bölva einhverju þá gerist það sem ég óska eftir þannig að ég þarf alltaf að passa mig hvað ég segi, því oft meinar maður ekki það sem maður hugsar eða segir þegar bræðin kemur upp í manni. Ég hef einnig notað þessa orku til að hjálpa mér við nám og hjálpa öðrum í kringum mig, t.d. með því að leggja hendur á þann stað sem fólki líður illa. Með því færi ég orku frá mér og yfir í hinn aðilan, á þann stað sem ég vil láta lagast. Þegar ég var mest í því dulræna notaði ég auðvitað hluti til aðstoðar, því oft þarf hugurinn einnig utanaðkomandi aðstoð, t.d. þulur, rúnastafi og TAROT spil.

Kannski þurfum við að læra meira að nota okkar eigin orku, því það er ótrúlegt hversu mikil hún er!