Þegar ég var ca 16 ára gamall þá var eg mikið í skellinöðru bransanum. Eina nóttina þá er eg frekar órolegur og sef frekar illa en hvert skipti sem ég dotta þá dreymir mig ber brjóst.
Daginn eftir þá kíki eg i draumaráðningabók hjá vini minum og þar stóð að ef maður dreymir ber brjost þá á eitthvað slæmt eftir að koma fyrir einhvern nákomin þér. Nú eg er ekki að trúa því á einn eða neinn hátt og hlæ bara af þessu en bingo daginn eftir þá er eg og vinur minn í leiðinni í vinunna og ég fer á undan honum og er eg fer að pæla afhverju hann er ekki kominn kl 8 þá fer ég að spurjast um eftir honum og þá kemst ég af því að hann hafi lent í slysi er það var einhver gaur sem keyrði fyrir hann og klessti á bilinn á ca 70 km hraða á skellinöðrunni sinni og var allur i messi.
Þegar eg sá hann liggjandi á götunni þá fór ég að hugsa um drauminn og sá þá að vanmeta ekki draumann þar sem þeir eiga til með það að birtast sama hversu asnalegir þeir eru.
Eftir þetta þá fer ég yfir alla drauma sem mig dreymir sem sitja virkilega eftir i minni minu og angra mig og eg mun aldrei taka drauma að sjálfsögðum hlut.

Vinur minn slaðast mjög illa en lést ekki sem betur fer en er i góðu ásigkomu lagi í dag þó það séu kominn ein 8 ár síðan.
KV