Trúir einhver á líf eftir dauðan? Ég held að það sé soldið eins og draumur. Ég hef nefnilega heyrt að draumar sem manni finnst taka eitthvað hálftíma eða soleiðis taki þig í raun bara nokkrar sekúndur. Kannski á síðustu sekúndunni áður en maður deyr kemur eitthvað soleiðis fyrir mann, að mann dreymi bara eftirlífið eins og maður hafði alltaf ímyndað sér að það væri. Sá sem trúir á himnaríki sér sjálfan sig fyrir sér umluktan skýjum og að hitta gamla dána ættingja eða vini.