Ég þýddi þetta frá ensku yfir á íslensku. Ef þið viljið birta þetta einhversstaðar sendið mér þá póst og biðjið um leyfi. Þetta er einnig í bæklingnum Wicca sem fæst nú aftur bráðum í Betra líf í Kringlunni (hann er uppseldur eins og er). Þið getið einnig fundið þetta á heimasíðu minni (sem er enn í vinnslu) http://www.angelfire.com/stars/huldasif/nornasveimur/wi cca.html

Allir Wiccar eru nornir en ekki allar nornir eru Wiccar. Við erum ekki bundin neinum hefðum frá öðrum tímabilum eða menningum og erum ekki skuldbundin til að sýna hollustu einu eða neinu nema okkur sjálfum. Við virðum alla trúarsiði og kenningar og leitum þess að læra af öllum og deila þekkingu okkar meðal okkar líka. Við reynum að vera óeigingjörn og forðumst að opna okkur fyrir eyðileggingu hóps okkar með eigingirni og sjálfselsku eða með heimspeki og/eða verkum sem stríða gegn okkar trúarskoðunum. Í því skyni að útiloka þær trúarleiðir sem mæla mót okkar eigin viljum við ekki neita neinum sem virkilega hefur áhuga á þekkingu okkar og trú um aðild að okkar trúarsamfélagi, óháð kynþætti, húðlit, kynferði, aldri, þjóðerni, menningarháttum eða kynhneigð. Við biðjum þá sem leita okkar þekkingar aðeins um að fylgja eftirfarandi undirstöðuatriðum:


1. Við iðkum helgisiði til að samræma okkur við lífsöflin sem auðkennd eru með gangi tunglsins og árstíða og trúarhátíðum.

2. Við höldum því fram að greind okkar feli okkur mikla ábyrgð yfir umhverfinu. Við reynum að lifa í sátt við náttúruna og að hvetja til meðvitundar um mikilvægi þess að halda vistfræðilegu jafnvægi.

3. Við viðurkennum tilvist æðri máttar mun meiri en sá sem meðalmanneskja býr yfir. Vegna þess hve óvenjulega mikil hann er, er hann stundum kallaður yfirnáttúrulegur, en við höldum því fram að hann búi í hverjum og einum, undir niðri, og að þeim sé öllum mögulegt að draga hann fram.

4. Við hugsum okkur lífsaflið sem andstæðu hins kvenlega og hins karlmannlega, þ.e.a.s. sami kraftur býr innra með öllum og starfar fyrir samverkun hins karlmannlega og kvenlega máttar. Við setjum hvorugt kynið ofar hinu vitandi það að þau styðja og bæta upp hvort annað. Við hugsum okkur kynferði sem ánægju, sem tákn og holdgun lífsins og sem eina af uppsprettum þeirrar orku sem notuð er í galdraiðkunum og trúarlegum tilbeiðslum.

5. Við þekkjum bæði hina ytri heima og innri, eða andaheiminn, hin æðri svið. Við teljum víxlverkun milli þessa tveggja sviða undirstöðu yfirskylvitlegra fyrirbæra og galdraiðkana. Við tökum hvorugt sviðið fram yfir hitt þar sem við teljum bæði nauðsynleg fyrir leið okkar til fullkomnunar.

6. Við höfum ekki stigskipt kerfi þar sem einn er æðri öðrum heldur virðum kennarana og þá sem deila sinni æðri visku og þekkingu og þá sem af miklu hugrekki hafa boðið sig fram sem foringja.

7. Við lítum á trú, töfra og lífspeki sameinuð í göldrum eða “Leið Wicca”, viðhorfi okkar til heimsins og hvernig við lifum í honum, heimspeki og sýn á lífið.

8. Að kalla sig norn gerir mann ekki að norn og það gerir ættgengi eða arfleið ekki heldur né heldur fjöldi titla, gráða og vígslna. Norn leitar þess að ná tökum yfir sínum innri mætti sem gerir henni kleift að lifa lífinu viturlega og vel, án þess að skaða aðra og í sátt við náttúruna.

9. Við viðurkennum að þetta sé gangur lífsins, framhald á þróun meðvitundar mannsins og að það gefi okkur skilning á þeim heimi sem við þekkjum og okkar persónulega hlutskipti í honum.

10. Það eina sem við höfum á móti kristinni trú, eða annarri trú eða lífsspeki, er sú fullyrðing að hún sé sú eina rétta trú og að hún neitar fólki um frelsi og bannar önnur trúarbrögð og -iðkanir.

11. Við óttumst ekki rökræður um sögu galdraiðkana, uppsprettu ýmis konar tímabila, réttmæti ýmsra hliða mismunandi trúarbragða. Okkur er annt um tilvist okkar og framtíð.

12. Við samþykkjum hvorki þá almennu hugmynd um “hið illa” né dýrkum við tilvist þess sem þekkt er sem “Satan” eða “djöfullinn” eins og skilgreint er í kristinni trú. Við reynum ekki að öðlast mátt með því að kvelja aðra né heldur samþykkjum við þá hugmynd að persónulegum hag megi aðeins ná með afneitun einhvers annars.

13. Við vinnum í sátt við náttúruna og með henni því að það stuðlar að heilsu okkar og velferð.