Mig dreymdi þennan draum um daginn og er þetta í eitt af fáum skiptum sem ég man drauminn nokkuð vel eftir að ég vakna. Ég hef aldrei upplifað jafn raunverulegan draum heldur. Þannig var það að ég var utan á flugvél, ég hékk á hennií einhverju röri eða einhverju, mér fannst ég alltaf vera að þetta en samt datt ég ekki mamma og fjölskyldan mín voru inni í flugvélinni og bara horfðu á mig eins og ekkert væri, þessi draumur gekk alla nóttina og allan tíman var ég að hugsa hvað í óskupunum ég gæti gert til að losna úr þessu, á tímapunkti var ég alvarlega farinn að hugsa um að stökkva og láta mig falla, en ég hélt eiginlega að þetta væri raunveruleikinn, síðan sá ég járn annarstaðar á vélinni sem ég sá að ég gat teygt mig í en þá þyrfti ég að halda mér með annari hendi. Síðan fór mig að dreyma eitthvað annað og fór að flakka á milli drauma en endaði alltaf aftur í þessum draumi. Þegar ég pæli í þessu núna sé ég að mér fannst ég aldrei vera þreyttur, mér fannst bara alltaf eins og ég væri að renna niður. Síðan mannaði ég mig upp í að teygja mig í járnið þá var ekki eins gott að halda í það eins og ég hafði haldið. Þegar ég hafði náð taki þá fann ég mig renna, ég sá mömmu veifa mér, mér leið furðulega vel, ég reyndi ekki að berjast við að halda mér. Ég bara rann og allt í einu sá ég jörðina koma á móti mér, ég varð soldið hræddur og adrenalínið rennaum líkamann fann svona spennutilfinningu ofarlega í maganum stífnaði allur upp og varð ískalt. Svo vaknaði ég sveittur og ískalt. Ég var glaður samt, með það eitt að vera á lífi.

Ykkur finnst þetta örugglega algjört bull sem einginn ætti að lesa, en mér finnst þetta bara svo furðulegt,´það er mjög sjaldgjæft að ég vakni af draumi, enn sjaldgjæfara að mér sé svona kallt og allt þetta sem ég sagði.
Endila útskýrið þetta ef þið getið.

Kveðja Takami-Kos
Ég er ekki til í alvörunni.