Felstir hafa lent í því að finnnast þeir vera að detta í svefni.
Þessi ógeðslega tilfinning, sem grípur mann þegar manni
finnst maður vera að falla aftur á bak.

Fyrir þá sem ekki hafa upplifað þetta, þá gerist þetta þegar
maður er nýsofnaður. Maður dettur, en vaknar áður en maður
skellur í jörðina. Það fylgir ekki endiletga draumur með þessu
en þó getur manni verið að dreyma að maður sé að detta ofan
af einhverju, t.d. húsþaki eða kletti.

En hvað er þetta? Sumir segja að þetta sé sálin sem sé að
yfirgefa mann rétt fyrir svefninn. Mér finnst það nú heldur
hæpið. Enn aðrir hræða draughræddar manneskjur eins og
mig með því að þetta sé draugur að reyna drepa þig og að
þetta sé eina leiðin fyrir draug til að drepa manneskju, þ.e.a.s.
í svefni. Og að maður muni deyja ef maður ekki nái að vakna
áður en að maður skellur í jörðinni. Enn aðrar getgátur segja
að maður lyfist pínulítið upp í rúminu og dett svo niður aftur.
En hvaða skýring er rétt?

Sjálf held ég að maður hafi glemt einhverja æð, til dæmis
legið á hendinni og þetta sé aðferð líkamans til að vekja
mann.

Hvað haldið þið?

kveðja,
Inga