Hæ allir.

Mig langaði bara að segja þeim sem ekki þegar þekkja hann frá vefnum http://www.beliefnet.com.

Þetta er alveg æðislega fjölbreyttur og fræðandi vefur þar sem þú getur lesið um ólík trúarbrögð og einnig um dulspeki þeirra.
Þú getur líka tekið próf þarna, svo sem hvaða trúarbrögðum þín innri sannfæring á mest sameiginlegt með og ótal fleiri próf ef þú ert í skapi til að drepa tíman.

Þú getur lesið marga trúartexta þarna inn á, allt frá Kóraninum til indversku veda-bókanna eða Gituna sjálfa, ræður Buddha eða eitthvað annað sem þú kannt að vera forvitinn um. Reyndar vantar marga texta þarna inn á sýnist mér.

Þarna geturðu svo lesið viðtöl við frægt fólk, leikara, poppstjörnur , forseta Bandaríkjanna og ótal fleiri um hverju þau trúa, en það er viðtöl við frægt fólk með mjög ólíkar skoðanir allt frá Satanisma til bókstafstrúar kristni, hvernig jóga hafi hjálpað einhverjum, eða hvað sem kann að vera þitt áhugasvið.

Langar þig að vita eitthvað um ólíkar tegundir af Kristni, dulspeki Vestrænna trúarbragða, Wicca, “Ný-öldina”, Satanisma, Buddisma, Kristna dulspeki, Islam og dulspeki þeirrar trúar, Gyðingdóm og dulspeki sem tengist þeirri trú, “heiðin” trúarbrögð, til dæmis keltneska trú, Mormóna, trú Indjána og það dularfulla í henni? Hvað sem þig langar að lesa um er ekki ólíklegt að það sé eitthvað um það þarna inn á.

Svo geturðu farið í on-line hugleiðslur, eða hvað sem þú kannt að hafa áhuga á.
Þú getur líka lesið þarna ótal greinar eftir alls konar presta og leikmanna hinna og þessara trúarbragða, feng-shui experta, hugleiðslu gúrúa, eða hvað sem þú kannt að hafa áhuga á. Svo geturðu lesið skoðanir fólks af ólíkum trúarbrögðum á hinu og þessu í umræðunum þarna, sem eru alveg óteljandi virðist vera. Það er líka hægt að skrá sig og taka þátt. Ég hef ekki skráð mig sjálf, en ef einhver hefur einhverjar spurningar um trú gæti það verið sniðugt því ef þú skráir þig geturðu spurt alls konar presta, múslima iman, rabbía, búddha munk og fleiri og svo bara ótal þátttakendur af ótal ólíkum trúarbrögðum , að hinu og þessu.
Hélt að einhver hérna hefði áhuga á þessu þar sem þarna er alveg fullt um dulspeki. Svo er vefurinn alltaf að stækka og breytast. Ég hef heimsótt hann nokkrum sinnum sjálf og hann var aldrei eins og síðast.

Þetta er bara flott framtak hjá þeim þar sem takmark vefsins er að fræða fólk um ólík trúarbrögð og ólíkar tegundir af andlegri iðkun, og reyna þannig að draga úr fordómum og gera samfélagið upplýstara. Bara svona datt í hug að einhver hefði gaman af þessu en þetta er, eðalvefur til að “drepa” tímann ;)

Kveðja,
Thule Sól.