Hæ. Mamma mín og pabbi eru skilin. Og stundum gisti ég hjá pabba, ég er 15 ára og mér semur vel við pabba minn, hann á yndislega konu sem mér semur líka vel við. Hún á son sem er æði. En fyrir umþaðbil einu og hálfu ári þá fluttu þau í annað hús. Gott mál, flott hús og góð staðsetning.

En þetta hús er frekar gamalt og stórt, frá svona 1960. Allt það sem er þar inni er pínu gamaldags, en það er bara flott. En ég held að það sé einhver sem bjó þar áður og er dáinn, búi þar ennþá, bara dáinn. Því t.d stundum vakna ég og man eftir því að hafa risið upp og séð skugga. Og þetta hefur gerst oft, líka hef ég bara dottað oft eins og ég sé vakin, sofni svo aftur. Svo er ég vakinn, en ég sofna alltaf aftur. það er eins og ég sé hálfsofandi. Svo líka var ég þar ein heila helgi og ég er ekkert sérstaklega myrkfælin og það er líka ættgenkt að geta séð framliðið fólk. Þannig að ég tek öllu þessu bara rólega . En á laugardagskvöldi er ég í góðum fíling, nýkomin frá vinkonu minni. Ég geng inn í eldhús(sem er nánast inn af andyrinu), fæ mér 7up glas og sest fyrir framan TVið. Svo er ég er bara alltaf að heyra hurðum skellt og gardínur dreygnar framm og aftur. Svo þegar ég fer út og það er kanski dreygið frá gardínunum, svo kem ég aftur heim og það re búið að draga þær aftur fyrir.

Ég er ágætlega fróð um svona hluti og ég tel að þetta sé einhverskonar ærsladraugur, eða þá afi minn eða amma, foreldrar pabba. Þau eru dáin og kanski eru þá bara að láta vita af sér.

KIveðja Skridda.

P.S Endilega sendið mér svör og segið ykkar álit á þessu öllu.