Því miður er það rétt hjá Sormskerinu að margir(ekki allir!!) af þeim sem þykjast vera miðlar eru það alls ekki í raun, heldur blaðra einhverja vitleysu og eru að reyna að krækja sér í peninga frá trúgjörnu fólki.

Hins vegar er það ekki rétt hjá honum að þetta sé algilt. Ég hef farið 4 sinnum til miðla og nb! hafði nákvæmlega engar væntingar!! Og nb!! sagði ekki neitt um málefnið. Það sem kom mér verulega á óvart var að í öllum tilfellum kom afi minn fram!! Hér var um að ræða 2 íslenska miðla og 2 frá Bretlandi. Ég hafði nefnilega gert samning við afa minn um að fara á miðilsfund. Fór síðan fyrst um 11 árum eftir lát hans, og við semsé sömdum um það að hann myndi koma fram á miðilsfundi, ef þetta væri eitthvað vit í þessu.

Auðvitað höfðu miðlarnir ekki hugmynd um þennan samning okkar afa. Nú ekki bara það heldur komu lýsingarnar algjörlega heim og saman við staðreyndir, sem miðillinn gat ekki á nokkurn hátt vitað af.

Ég var svo hissa á þessu og ræddi um þetta við móður mína. Þá kom ljós að hún hafði verið í Sálarrannsóknarfélaginu fyrir mörgum áratugum, án þess að ég vissi af því. Það er skyggni í ættinni, raunar í báðar ættir, ekki bara það heldur í ætt konu minnar líka. Þetta fólk tekur ekki fé fyrir. Það er ekki verið að hrópa um þetta á götutorgum, heldur er þetta gáfa, nokkuð svona eins og tónlistargáfa. Fólk skoðar þetta svona eins og þroskabraut fyrir eigin sál.

Eitt hef ég samt ekki skilið varðandi þessa “launuðu miðla”, vitranir koma mjög stopullega og ekki eftir einhverri pöntun. Nauðsynlegt er að vera hlutlægur, og gefa réttar upplýsingar.

Ég hvet það fólk, sem þykist vera miðlar að sleppa því algjörlega. Þetta er í raun varasamt fyrir miðilinn, auk þess sem að hin 2illu öfl" geta misnotað fólk herfilega.

Skoðið Íslendingasögurnar!! Þær eru fullar af draumum, forspám osfrv. Þetta er speki aldanna.

Rit Einars Pálssonar RÍM færa þetta í áhugaverðan búning.

Fyrir nokkrum árum kom út ritið Vonin. Þar sem þetta kemur allt fram varðandi ættkvísirnar týndu. Það er Efraím(Bretland), Benjamín(Ísland) og Manase(Ameríka).