Hæ Hæ, fyrir tveimur og hálfu ári þá létum við lóga hundinum okkar. Þessi hundur var yndislegur, hún var tík og hét Lína. Hún var frábær og góðhjörtuð, en vandamálið var bara að fyrri eigendur hennar voru hræðileigir við hana. þeir læstu hana inni í þvottahúsi og vanræktu hana.

En þegar ég var búin að eiga hana í c.a ár þá varð hún rosalega skrítin allt í einu, hún vildi ekki fara í göngutúra, sem var eitt af skemmtilegustu hlutunum sem hún gerði. Svo varð hún kjarklítil og þorði eiginlega ekki neitt nema maður héldi á henni. Þannig að við fjölskyldan vildu ekki sjá hana veslast upp í einhverju þunglyndi og kjarkleysi og þannig leyfðum við henni að fara yfir móðuna miklu og lóguðum henni. En ég var í þunglyndi og leiðindum í svona hálft ár á eftir en svo jafnaði ég mig, en það verður alltaf
einhver partur af mér sem mun sakna hennar, því að allir sem kynntust henni urðu ástfangin af henni. En alltaf eftir að hún dó þá stundum finn ég fyrir einhverju tippli lítilla loppna á parketinu. Svo fór mamma mín í heimsókn til vinkonu sinnar. Hún er mjög næm fyrir svona hlutum og hún sagði að í c.a tvö ár hefði fylgt mér falleg ljósgul tík, með hvítri blesu yfir ennið og hálfhvítu skotti. Og auðvitað fynnst mér þetta mjög undarlegt því þessi lýsing passar nákvæmlega við lýsingu hennar Línu minnar.

Þannig að ég var að spá og spekúlera. Geta hundar líka heimsókt okkur sem framliðnir andar eða vofur. Og svo er það annað ég hef verið lengi að spá í það, mig langar alveg rosalega í annan hund, og ég er alveg viss um að ef ég læt verða af því þá á ég örugglega eftir að fá rosalegann móral, út af því að ég veit að það á einginn hundur eftir að koma í staðinn fyrir hana línu mína. :(:(

Kveðla Skrida.