And The Story Continues…


Hvað er wicca?

“Wicca is an unending path of light, magic, love and constant learning.”

Þessi setning finnst mér lýsa trúnni einna best.

Í wicca er engin Biblía, enginn spámaður en margir halda svokallaða Skuggabók (The Book of Shadows).
Nornir trúa því að hver og einn sé sinnar gæfu smiður, það er að segja: Þú ákveður þín örlög sjálf/ur. Það eru fjórar reglur í wicca (sjá neðar) og ein lög, einföld og rökrétt: “An it harm none, do as ye will.”

Wicca er byggð á gamalli, jafnvel forsögulegri trú, heiðni eins og sagði í byrjun.
Flestar nornir dýrka gyðjur og guði. Þær trúa því að þau séu margar birtingarmyndir af hinum eina sanna guði sem á ensku kallast “The One”. Hinn eini sanni er hvorki karl- né kvenkyns en þó bæði.Guðinn er eilífur og allstaðar og trúa nornirnar að það sé aðeins hægt að skynja lítið brot af honum í einu og þá í hinum ýmsu gyðjum og guðum. Best er að finna fyrir nálægð þeirra þegar framdir eru galdrar.
Gyðjurnar og Guðirnir eiga sér mörg nöfn sem koma öll úr gömlu goðafræðinni og túlka mismunandi persónuleika og ásýnd þeirra.
Wicca er byggð á grundvelli náttúrulegs og eðlislægs jafnvægis. Allt hefur andlegt líf; fólk, dýr, plöntur, jafnvel steinar. Allt þetta er hluti af jafnvægi ljóss og myrkurs, góðs og ills, dags og nætur.
Guðinn og Gyðjan eru bæði skaparar og eyðarar.

Ferli lífs má lýsa svona:

Gyðjan fæðir Guðinn á vorin þegar náttúran lifnar við eftir veturinn. Guðinn stækkar og þau verða ástfangin í blóma sumarsins. Hún verður svo aftur ólétt (af guðinum). Guðinn deyr þegar vetur gengur í garð en lifir áfram í maga Gyðjunnar.
Í tilefni af þessu hafa nornir sína hátíðisdaga. Þeir eru átta talsins og dreyfast jafnt yfir árið. Þetta eru vor- og haustjafndægur, sumar- og vetrarsólstöður, 31. október, 31. janúar, 30. apríl og 31. júní.
Allt eru þetta gamlar, heiðnar hátíðir.
Nornir halda því ekki fram að wicca sé hin eina rétta trú og þær troða heldur ekki boðskap sínum uppá aðra.Wicca er stunduð með opnum hug og í henni blandast saman margar og ólíkar hefðir og siðir úr öðrum trúarbrögðum.

Það eru til margar gerðir af nornum og nefni ég hér nokkrar gerðir:

Dianic: Þessi tegund wicca kemur frá vestanverðri Evrópu Hún er oft kölluð feministahreyfing nornatrúarinnar. Hún er blanda af mörgum hefðum en einbeitir sér þó aðallega að gyðjunum, og þá sérstaklega gyðjunni Diönu. (Diana er gyðja úr grísk/rómversku goðafræðinni).

Hereditary: Þetta er manneskja sem er alin upp í fjölskyldu þar sem nornir eru í fjölskyldutrénu og hefur verið kennd wicca af ættingja. (Mamma frænku systur ömmu afa pabba þíns gildir ekki!) Vegna þess hve ung trú wicca er tengist þetta frekar nornagöldrum en ekki wicca.

Margar nornir eru það sem heitir á ensku “eclectic” sem samkvæmt orðabók þýðir “úrveljandi”. Það þýðir að þær blanda saman ólíkum trúm og hefðum sem þær hafa kynnst, eins og til dæmis Buddha, Ásatrú, Baha’i og svo framvegis. Þó eru undantekningar á þessu. Heiðni er allar gerðir trúarbragða fyrir utan kristni, gyðinga- og múslimska trú.

Til að skýra þetta betur skulum við taka dæmi: Samkvæmt Biblíunni er kristni hin eina rétta trú og er bannað að stunda önnur trúarbrögð samfara henni. Þannig er þessu ekki farið í wicca. Þú getur verið bæði kristinn og wiccan hvað snertir lögmál nornatrúar, en það sem bannar þér það er Biblían í kristni.

Allir sem eru wiccan eru heiðnir en þeir sem eru heiðnir eru ekki endilega wiccan, allveg eins og ekki eru allar nornir wiccan þó allir wiccan séu nornir!

Leiðréttið mig ef þið sjáið eitthvað rangt!
Takk =)