Jæja eins og flesstir hafa tekið eftir er umfang þessarar greinar dauði minn, eða reyndar hvernig ég dey. Málið með mig er að ég hef þessa tilfinningu að ég viti hvernig ég muni deyja.

Ég og reyndar öll mín fjölskylda erum frekar næm fyrir flesstum yfirnáttúrulegum hlutum, þótt bara ein í fjölskyldunni hafa farið alvarlega út í þetta þá eru flesstallir berdreymnir eða skynja ýmsa hluti.

Málið með mig er að þótt ég geti verið ansi berdreyminn og dreymi oft ókomna atburði jafnvel ár í fram í tímann þá finnst mér eins og ég þurfi ekki að óttast neitt. Því ég veit hvernig eða undir hvaða kringumstæðum ég mun deyja.

Ég hef nokkurn tímann komist í kast við dauðann í slysum og þannig eða yfirvonandi slysum. En ólíkt öðrum þá fer ég ekki með bænirnar eða gríp um höndina á næsta manni. Ég er meira svone Jeff Bridges fílingurinn í fearless ;) Rólegur, brosandi og þannig. Því ég bara veit að þetta er ekki minn tími og ég muni ekki deyja þarna.

Ég hinsvegar veit að ég mun deyja á ekki beinlínis friðsamlegan hátt. Ég veit að ég muni deyja í bardaga eða stríði. Veit ekki afhverju ég veit þetta. Ég bara veit. Þótt ég hafi aldrei haft neitt á móti því að deyja (ég varð tilbúinn til að deyja mjög ungur og óttast það ekki), þá finnst mér það frekar, ógnvænlegt að vita svona. Mér finnst að maður eigi ekki að vita hvernig þú deyrð eða hvenær. Þessi skilningur minn á dauðadegi mínum hefur komið sér vel í minni trú, ásatrú. Sá sem deyr í bardaga fær frí passa í valhöll ;) afturámóti hefur þetta einnig gert mig frekar, reckless í ýmsum hlutum. Eins og umferð og öðru.

Frænka mín sem er í þessari dulspeki af fullum krafti er bæði heilari og miðill, og hún hefur sagt mér hvað ég var í fyrra lífi. Af einhverjum ástæðum eru einu lífin sem hún hefur séð, stríðsmenn.
Indíána stríðsmaður, hermenn í flesstum stórstríðum evrópu, bandarískur hermaður í víetnam og álíka. Hún hefur einnig látið mig komast að því hvaða anda dýr ég hef. E-ð sem ég hef ekki hugmynd um en það innifelur í sér að draga einvher spil, og spilið sem ég endaði á var dádýrshjörturinn. Dýr leiðtogans og stríðsmannsins.

Eftir einni bók (man ekki eftir nafninu því miður) sem vinkona mín sagði mér frá, var sú kenning að eftir hvert líf þroskaðist andinn, og að hann gengi í gegnum hin ýmsu þroskastig. Þar var hið fyrsta og barnalegasta þroskastigið, stríðsmaðurinn. Þarsem einu fyrru líf mín sem vitað er um eru stríðsmenn er hægt að draga þá ályktun að minn andi sé fastur í einhverri hringiðu óþroskans, að andinn minn muni aldrei ná að þroskast almennilega. Hvernig get ég unnið gegn þessari hingþróun þegar ég er handviss um að ég deyji í bardaga. Þessi ótrúlega sterka tilfinning sem ég hef um það mál.

Ég sem einstaklingur er hernaðarsinni. Þótt ég sé ungur að árum hef ég mjög sterkar skoðanir á stríði og þannig málum. Einn af mínum helstu draumum er sá að gegna herþjónustu. Hvernig get ég unnið gegn þessari hringiðu sem sála mín á í án þess að gefa upp á bátinn draum sem ég hef alið í mér síðan frá barnæsku? Þarf ég þess? Hverjir eru mínir möguleikar að geta uppfullt draum minn og frelsað andann? Eru aðrir sem hafa svipuð vandamál?
————————-