Fáránleiki trúarinnar í hnotskurn Maður verður að átta sig á því að mennskir menn búa við ýmis trúarbrögð sem eru grundvölluð á ótta og fjalla um guð sem ber að dýrka og óttast. Það var með tilstyrk ótta sem gervallt samfélag okkar á jörðinni breyttist. Það var með tilstyrk ótta sem prestarnir til forna fengu fólk til að “bæta ráð sitt” og “hlýða orði Drottins”. Það var með tilstyrk ótta sem kirkjurnar náðu söfnuðum sínum og stjórnuðu þeim. Ein kirkjan fullyrti meira að segja að guð myndi refsa fólki ef það færi ekki í kirkju hvern einasta sunnudag. Það var yfirlýst synd að fara ekki í kirkju.
Og ekki bara í hvaða kirkju sem var. Það varð að sækja tiltekna kirkju. Ef einhver fór í kirkju annars trúflokks var það líka synd. Þetta var bláköld tilraun til að stjórna fólki með ótta. hið furðulega var að það tókst. Það tekst enn, fjandinn hafi það.

Fólk mun ætíð trúa á tilvist helvítis og guðs sem er reiðubúinn að senda það þangað.
Í gamla daga gátu fæstir ímyndað sér guð sem væri yfir slíkt hafinn. Þess vegna féllst fólk á kenningar margra kirkjudeila að “óttast hina ægilegu hefnd Drottins”.
Það var engu líkara en fólki væri ekki treystandi til að vera gott, hegða sér sómasamlega af eigin rammleik og eigin ástæðum. þess vegna varð að skapa trúarbrögð sem höfðu í hávegum kenninguna um reiðan, hefnigjarnan guð til að hafa hemil á fólki.
Þá kom endurholdgunarkenningin og hleypti þessu öllu í hnút.
Kirkjan kunngerði að það væri hyggilegast fyrir fólk að hegða sér vel, annars ætti það verra í vændum - og þá komu endurholdunarsinnarnir og sögðuÞ: “Þú færð annað tækifæri eftir þetta og annað tækifæri þar á eftir. Og enn fleiri tækifæri. hafðu engar áhyggjur. Gerðu bara þitt besta. Vertu ekki svo lamaður af ótta að þú getir þig hvergi hrært. Lofaðu sjálfum þér því að þú skulir standaþig betur og haltu svo áfram.”
Að sjálfsögðu vildi fornkirkjan ekki heyra svona lagað. Þess vegna gerði hún tvennt. Í fyrsta lagi fordæmdi hún endurholdgunarkenninguna og lýsti hana trúvillu. Síðan skapaði hún skriftasakamentið. Skriftir gátu gefið kirkjugestinum það sem endurholdgunin gaf fyrirheit um. Þær gátu gefið honum annað tækifæri.

Þarna var komin sú staða að guð myndi refsa manni fyri rsyndir hans nema hann játaði þær. Þá gat hann vitað sig óhultan vegna þeirrar vissu að guð hefði heyrt skriftir hans og fyrirgefið honum.
En hér var hængur á. Þessi aflausn gat ekki komið beint frá guði. Hún varð að ganga gegnum kirkjuna og prestar hennar kváðu á um yfirbótarverk sem þurfti að vinna. Oftast voru það bænir sem syndarinn þurfti að biðja. Hér voru komnar tvær ástæður til að sækja kirkju.
Kirkjunni reyndust skriftir svo drjúgar til kirkusóknar að hún lýsti því brátt yfir að það væri synd að ganga ekki til skrifta. Allir þurftu að skrifta að minnsta kosti einu sinni á ári. Ef menn létu það ógert hefði guð annað tilefni til að vera reiður.
Með tíð og tíma kunngerði kirkjan fleiri og fleiri reglur - margar gerræðislegar og duttlungafullar - og hverri reglu fylgid vald til eilífrar fordæmingar guðs, nema að sjálfsögðu væri misgjörðin játuð við skriftir. Þá fyrirgaf guð manneskjunni og fordæmingu var forðað.
En nú var annar vandi á höndum. Fólk hugsaði með sér að þetat hlyti að tákna að það gæti gert hvað sem væri, ef það bara skriftaði. Kirkjan var í vandræðum. Óttinn var horfinn úr hjörtum manna. Kirkjusókn rénaði og meðlimatal minnkaði. Fólk kom til að “skrifta” einu sinni á ári, gerði yfirbót, var leyst frá syndum og hélt áfram að lifa lífi sínu.
hér lék enginn vafi á. Það varð að finna úrræði til að skjóta mönnum skelt í bringu eina ferðina enn.
Þá var hreinsunareldurinn fundinn upp.
Honum var þannig lýst að þetta værvi staður svipaður helvíti en varaði ekki um aldur og eilífð. Samkvæmt þessari nýju kenningu mundi guð láta manninn þjást fyrir syndir sínar jafnvel þótt hann skrifaði.
Samkvæmt kenningunni mælti guð svo fyrir að hver ófullkomin sál skyldi þjást að vissu marki miðað við fjölda og tegund synda sem drýgðar hefðu verið. það voru “dauða” syndir og “fyrirgefanlegar” syndir. Dauðasyndir sendu mann beint til helvítis ef hann skrifaði ekki fyrir andlát sitt.
Aftur stórbatnaði kirkjusókn. Gjafir stórjukust líka og einkum fjárframlög - því að kenningin um hreinsunarled fól líka í ser úrræði til að kaupa sig frá kvölunum.

Samkvæmt kenningum kirkjunnar gat maður þegið aflát - en enn sem fyrr ekki beint frá guði - aðeins frá embættismanni kirkjunnar. Þessi aflát leysu menn frá kvölum í hreinsunareldinum sem þeir höfðu “unnið til” með syndum sínum - eða að minnsta kosti hluta þeirra.

En að sjálfsögðu áttu afar fáir kost á þessum gálgafresti. Fyrst og fremst þeir sem lögðu mikið fé til kirkunnar. Fyrir stórfé var hægt að fá ótakmarkað aflát. Það táknaði engan tíma í hreinsunareldinum. Það var farseðillbeina leið til himnaríkis.
Enn færii áttu kost á þessum sérstaka greiða hjá guði. Kóngafólk ef til vill. Og hinir stórauðugu. Þessi ótakmörkuðu aflát voru greidd feikilegu verði í peningum, skartgripum og jarðeignum. En almenningi gramdist geipilega hve fáum var ætlaður þessi kostur. Bláfátækur sveitakarl hafði enga von um að fá aflát hjá biskupi - og þess vegna missti almenningur trú á kerfinu og búast mátti við minnkandi kirjusókn.

Þá komu bænakertin til sögunnar.
Fólk gat komið til kirkju og kveikt á bænakerti fyrir “aumingja sálirnar í hreinsunareldinum” og ef það þuldi bænaröð á sérstakan hátt sem tók nokkurn tíma, gat það stytt “dóm” hins nýlátan um nokkur ár og kippt honum úr hreinsunareldinum fyrr en guð hefði leyft að öðrum kosti.
Fólk gat ekki gert neitt fyrir sig sjálft en það gat að minnsta kosti beðið um miskunn fyrir hinn látna. Að sjálfsögðu væri til bóta að stinga peningi í kassann fyrir hvert kerti sem kveikt var á.
Fjöldi smáljósa blakti á kertum bak við rautt gler og fjölda smápeninga var stungið í rauf á fjárhirslum til að fá mig til að “lina” kvalirnar sem lagðar voru á sálirnar í hreinsunareldinum.
Do not dwell in the past, do not dream of the future, concentrate the mind on the present moment.