Akkúrat í dag, er ein vika frá því að ég fór í andaglas. Og síðan þá er ég búin að vera alveg fucked up! Það gerðust margir furðulegir hlutir þennan dag, og hafa gerst síðan. En núna áðan, fór ég til Sálarrannskóknar félags Reykjavíkur. Ég fór inn til mjög huggulegrar konu og talaði við hana, og komst að því að aðal fylgjurnar mínar, eru nunna, sem hefur verið hjá mér frá fæðingu, indíáni, sem þrýstir á listræna hæfileika og munkur. Þessi kona útskýrði allt fyrir mér, og ræddi við mig í langan tíma á meðan mamma beið frammi í svona… u.þ.b. 2 tíma eða svo. Mér fannst mjög gott að tala við þessa konu og öðlaðist ég mikinn frið eftir að ég var búin. Allt sem ég fann eftir að ég fór í andaglas, er farið (illur andi kom í glasið), ég er skyggn sjálf. En þeir sem eiga í vandræðum, eða eitthvað álíka, í sambandi við eitthvað svona yfirnáttúrulegt, þá ráðlegg ég ykkur að fara til Sálarrannsóknar félagsins eins fjótt og mögulegt er. Ykkur líður svo vel þarna, og enn betur þegar þið farið.