Sitt lítið af hverju dulrænu.. Ég er þeirrar skoðunar að við séum ekki ein hérna. Ég trúi því líka að við erum misnæm fyrir ýmsum óútskýranlegum hlutum.

Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir skrýtnum atburðum sem ég get ekki útskýrt og veit kannski ekki sjálf hvað er.

Ég hef til dæmis orðið fyrir þeirri reynslu að sjá langömmu mína, sem var dáin. Það var á þorláksmessukvöldi fyrir nokkrum árum. Ég og afi vorum að skreyta jólatréð, amma í baði, enginn annar heima. Ég var í stárstofunni og leit inn í eldhús, en það sést inn í eldhús ef maður stendur í stofunni. Þar stendur mamma afa. Í örvæntingu minni fer ég að kalla á ömmu, er helst að vona að þetta sé hún, en þegar hún svaraði inn í baðherbergi þá fraus ég. Ég leit aftur inn í eldhús og sá þá langömmu labba inn í þvottahús, sem liggur innaf eldhúsinu og ekki sögunni mér. Ég sá hana aldrei aftur, en í mörg ár á eftir fór ég ekki inn í þvottahús, og sat helst ekki með bakið í þvottahúshurðina. Um nóttina dreymdi mig svo skrýtin draum sem ég hef aldrei gleymt. Það voru einhverskonar ólýsanlegar hvítar verur, ég veit ekki hvernig ég get lýst þeim… helst eins og þokukenndir múmínálfar… nei ég veit ekki. Þessar verur festust í mér, og ég veit engann tilgang með þessum draumi, og kannski var enginn tilgangur…

Svo einu sinni var ég að flytja. ég sá mjög eftir gamla húsinu og vildi alls ekki sjá nýja húsið. Síðustu nóttina í gamla húsinu dreymdi mig einhverjar langar verur, og ef ég tók utan um þær þá smeygðu þær sér undan. Aftur mjög tilgangslaus draumur(eða hvað?), en festist samt alveg rosalega í mér. En ég man hvernig mér leið í draumnum, og síðan hef ég fengið þessa tilfinningu upp úr þurru, frekar oft. mér líður eins og allt hringsnúist í kringum mig og ég ráði ekki neitt við neitt. allt gerist svo hratt og eins og ég missi sjónar af öllu. Ég hef stundum spurt sjálfa mig hvort ég sé ekki bara að vera geðveik eða eitthvað, en allaveganna þá fylgdi þessi tilfinning draumnum og ég hef alltof oft fundið hana æ síðan.

kveðja kvkhamlet