Mig dreymir á hverri nóttu, og oftar enn ekki þá dreymir mig mjög skýrt, yfirleitt tengjast draumarnir mínir einhverju sem ég upplifi í vöku. Stundum hef ég ráðið þá en yfirleitt gleymi ég þeim jafnóðum og ég vakna. Fyrir viku síðan dreymir mig svo draum sem ég get ekkin ráðið og á í mestu erfiðleikum með að gleyma en hann er svona:
Ég er stödd á sjúkrahúsi og er svona áhorfandi vissra atburða, Inni á einkaherbergi í sjúkrahúsinu liggur dauðvona maður sem að hefur krabbamein í nýrum. Ég þekki manninn ekki en mér finnst eins og því sé hvíslað að mér að það sé Haraldur noregskonungur. Við rúmið hans sitja tveir menn og eru þeir að ræða hvað tekur við eftir dauðann. Ég heyri greinilega eina setningu “því erfiðari sem dagurinn hefur verið þeim mun betri verður að leggjast til svefns” og fannst mér að þeir væru að reyna að hugga hann því að hann hafi átt svo erfitt líf og að það yrði gott fyrir hann að deyja.
Svo standa þeir upp mennirnir þrír og Haraldur tekur þvagpokann sinn og gengur fremstur út og það er bjart yfir honum og í draumnum er hann ljóshærður ungur maður með blá augu, en mennirnir tveir sem sátu við rúmið litu eins út, báðir dökkhærðir og brúneygðir og virtust þeir ákaflega vinalegir og góðlegir.
svo bara vakna ég og botna ekki neitt í neinu. Ég yrði ofsalega þakklát ef einhver treysti sér til að ráða í þennan draum fyrir mig.