Þar sem mér finnst umræðan hér á /dulspeki vera rosalega mikið trúarlegs eðlis heldur það sem ég túlka sem dulspeki þá ætla ég að reyna að setja saman grein um eitthvað annað.

Sá hlutur sem mér finnst líklegast að höfði til sem flestra í dulspeki er trú mannsins á stjörnumerkin og þá eiginleika og galla sem þú getur eignast með því að tilheyra einu merki en ekki öðru. Ég meina, hver veit ekki í hvaða stjörnumerki hann er og laumast til að lesa stjörnuspánna sína hér og þar í hinu og þessu blaði, brosa út í annað og halda svo deginum áfram. Síðan gerist kannski eitthvað og maður hugsar “hmm… það var nú eitthvað sagt um þetta í stjörnuspánni”, en heldur svo áfram með sitt daglega líf.
Stjörnuspár eru vissulega almennar og allir ættu að geta séð eitthvað í þeim, enda eru þessar í blöðunum yfirleitt bara til gamans gerðar.
Ykkur til fróðleiks þá trúi ég tæplega á stjörnuspár, enda lifum við öll í vitlausum merkjum nú til dags. Ég er t.d fædd í nautsmerkinu en er samt sögð tvíburi… málið er að á þessum 4000 árum eða svo síðan að Grikkir ákváðu stjörnumerkin hefur himininn færst til og sólin er á öðrum tímum í hverju stjörnumerki, en hinsvegar hefur engum dottið í hug að leiðrétta þetta með stjörnumerkin okkar…! Samkvæmt stjörnufræðinni eru líka stjörnumerkin 13 núna en ekki 12 eins og þau voru fyrir 4000 árum (ath að þessi 4000 ár eru gisk, og til að undirstrika hvað það er langt síðan) farið inn á http://www.stjornuskodun.is/forsida/35-stjornuskodun/133-stjoernumerkin#dyrahringurinn og þá getiði séð í hvaða stjörnumerki þið eruð í raun. En þetta var smá út úr dúr.

En eins og ég var búin að koma á framfæri hefur verið spáð í stjörnurnar frá örófi alda. Fólk trúir að þegar stjörnurnar eru í svona og hinsegin stöðu við hvor aðra þá gefi það frá sér mismunandi orku sem hefur síðan áhrif á fólkið í kring um sig.
Það sem mér finnst t.d. hæpið við þetta er það að þá ætti fólk sem er fætt sama dag (allavega ef það er fætt sama árið líka) að vera svo gott sem virkilegar líkar manneskjur (þótt svo að erfðir og uppeldi spili líka inn í þetta) þar sem við stjórnumst af sömu orkunni. Ég þekki strák sem er fæddur sama dag og ár og ég og eru bara 4 mínútur á milli okkar, en við erum alveg virkilega ólíkar manneskjur á allan hátt.

Stjörnuspekin leitast við að útskýra hvernig orkan tengist inn á okkur í upphafi um leið og við fæðumst vegan stöðu stjarnanna í stjörnumerkjunum. Stjörnuspekin á að vera leið til að læra að skilja sjálfan sig og aðra, því einstaklingar upplifa heiminn á mismunandi hátt. Með stjörnuspeki er hægt að setja sin inn í hvernig stjörnurnar ganga um himininn og þar af leiðandi á að vera hægt að finna hvernig þær virka inn á lífsferlið hverju sinni þar sem ekkert stendur í stað.
Fyrir þá sem trúa svo á stjörnuspeki er mjög vinsælt að láta gera fyrir sig stjörnukort. Þá geturu séð hvenær þú ert illa upplagður í hitt og þetta vegna þess að þá er óhagstæð uppröðum á stjörnunum fyrir þig, en að á öðrum mánuðum er tilvalið að stökkva á öll tækifæri því allt mun ganga manni í haginn. Síðan er hægt að búa til sér stjörnukort fyrir ástina og fleira.

Þetta var mín fyrsta grein á /dulspeki og ég vona að einhver hafi gaman af henni.