inn á greinar…. en þar sem að draumaráðning fær litla sem enga athygli, langar mig að setja þetta hérna. Veit ég að enginn áhugamaður getur leist þetta fyrir mig með draumaráðningabókinni, sem að mér finnst frekar mikið rugl. Draumar er heil samsetning af atburðum en ekki eitthvað eitt og eitt sem hægt er að túlka í sitt hvoru lagi.

Draumurinn( eða martöðin):
Hann byrjar á því að ég sé alla mín fjölskyldu heima hjá sér að bíða eftir mér, og konan mín(kærastan mín í alvörunni) er að vinna í einhverri verslun stutt frá foreldra minna húsi. Einhvern vegin þá eru báðir staðirnir djúpt inni í skógi, öllum líkindum í bandaríkjunum þar sem eru mjög há tré. Og það tala allir ensku í drauminum hjá mér. Ég er svona 10 árum eldri en ég er núna og er að koma heim úr stríði eða heræfingabúðum… ekki alveg viss. En ég sem sagt fer fyrst til foreldra minna, þar sem að konan mín gisti hjá þeim á meðan ég var í burtu, og kemst þá að því að hún sé ennþá að vinna en komi heim eftir stuttan tíma. Þannig að ég ákveð að bíða eftir henni. Svo sé ég hana allt í einu (ímyndið ykkur bara að ég persónan sé ekki alltaf á svæðinu) þar sem að hún er að ganga frá í versluninni sem hún er að vinna í og fer síðan út og læsir á eftir sér.

Er þá komið soldið myrkur úti og hún er frekar myrkfælin, þannig að hún byrjar að hlaupa í gegnum skógin sem aðskilur mig frá henni. En samt sem “áhorfandi” finnst mér eitthvað vera að elta hana. Hleypur hún hraðar og lengur þangað til að hún hrasar og lendir með andlitið í jörðinni. Þegar hún stendur upp sér hún eitt af stærstu trjám skógarinns, en það er ekki það eina, hún sér líka það sem lítur út fyrir a vera persóna hálf vaxin inn í tréð. Man ekki orð rétt hvað fór þeirra á milli en svo virtist sem að konan mín viss hver þetta var….. en samtalið endaði á því að “persónan” sagði “your soul will be mine!!!” og varð konan mín þá mjög hrædd og hljóp eins hratt og hún mögulega gat í burtu. Síðan man ég ekki hvað gerðist á milli þessa og þess sem ég skrifa næst……

Er ég nú staddur ennþá heim hjá foreldrum mínum fyrir utan það að það, eru allir, nema ég og konan mín, dánir….. eða drepnir, til að segja rétt frá. Af einhverjum ógurlegum hlut sem ég get ekki lýst í orðum…. En við erum sem sagt að flýja undan því og þurfum að fara í gegnum stórt herbergi til að komast niður stigann að útidyrahurðinni. Þegar að við stígum inn í þetta stóra herbergi læsast hurðarnar báðar og við eru föst inn í stærsta og tómasta herbergi hússins. Mér er allt í einu litið niður á gólfið og sé þá gamla dúkku(plast, líklegast 30-40 ára gömul) falla niður í gólfið, og var hún mjög illa útlítandi. Ég verð nátúrulega skellkaður af því að sjá einhverja dúkku falla á gólfið úr lausu lofti. En þá togar konan í mig og ég lít á hana, sé þennan skellfingar svip á henni og störuna…. lít ég þá í þá átt sem hún horfir, og sé þá lítið barn svífandi í loftinu. Sem er þá jafn illa úlítandi og þessi dúkka. Barnið horfir á okkur með einum illasta svið sem ég hef séð, við stöndum bara frosin og horfum á það…. enda læst inni í þokkabót. En svo byrjar barnið allt í einu að breytast, opnar kjaftinn og þá eru tennurnar allar eins og vígtennur… neglurnar breytast í klær. Mjög hryllileg sjón. En þá fáum við allt í einu viljann til að reyna að hlaupa burt og hurðin er þá ólæst. Við opnum hana og hlaupum út, en heyrum þá allt í einu mjög skelfandi gellt fyrir aftan okkur. Er þá barnið búið að breytast í blóðhund af verstu gerð. Við hlaupum niður stigann, og sé ég þá allt í einu fyrir aftan mig þar sem að hundurinn eltir okkur ekki heldur hleypur þvert yfir ganginn. Við opnum útidyrahurðina, förum út og lokum hurðinni. Þegar ég sný mér við er hundurinn að stökkva niður af þakinu beint á konuna mína, drepur hana og stekkur svo á mig….. þar með vakna ég frá þessum hrykalega draumi… sem að mig er að dreyma í annað skiptið.