Það kom fyrir mig um daginn, að ég vaknaði svona korteri áður en vekjaraklukkan mín hringdi. Ég leit upp, og sá þessa gömlu konu horfa á mig. Mér brá, en hugsaði að kannski væri þetta bara eitthvað munstur á veggnum. Ég leit því í aðra átt, en konan var þar líka, þar að segja hausinn á henni. Ég hef séð framliðna áður, en er þó ekkert vön því svo ég varð svolítið hrædd og sagði henni að fara, því ég vildi ekki sjá hana. Hún hélt bara áfram að horfa á mig með þessum alvarlega stranga svip, svo ég stóð upp og fór fram en þá sá ég alltaf hausinn á henni fyrir framan mig og varð enn hræddari og ákvað að fara inn til foreldra minna, en þegar ég kom þangað, hvarf hún. Pabbi sagði að hún væri líklega að vara mig við einhverju, en hvað veit ég?
Ef einhver hefur hugmynd um hvað hún gæti hafa viljað, væri gott að fá að heyra það.
Takk Silla