Scientology : Viðtalsferlið, Brúin og OT Hér verður ýmsu í Vísindatrúnni lýst.
ATH! Þessi mynd hér til hliðar á ekkert skilt við Vísindatrú en hún er góð túlkun á Brúnni til algers frelsis

Birt með fyrirvara um mál - og stafsetningarvillur

Viðtalsferlið
Hjá Vísindatrúum er manninum skipt í þrjá hluta, líkama, hug og sál (thetan). Þeir segja að þú ert ekki líkaminn, líkaminn er eitthvað sem þú átt. Hugann notar þú til að geyma minningar, muna hluti og finna út. En sálin ert þú. Þú átt líkama, þú átt hug, en þú ert thetan. Þú myndir ekki segja thetan(ið) mitt, hendur einfaldlega ég.
Viðtals ferlið snýst um að fjarlægja líkamlegu-thetan(in) og ná skrefinu “hreinn” eða hrein. Það byggist á því að einn af “prestum” kirkjunar spyr einstaklinginn spurninga og notast við það e-mæli sem á að mæla tilfinningar einstaklingsins,
þetta ferli getur tekið mánuði eða jafnvel ár.

Þegar því er lokið taka OT-stigin við.

Brúin til algers frelsis
Brúin til algers frelsis, eða einfaldlega Brúin, er leiðsögn Vísindakirkjunar hvernig á að komast í gengum viðtalsferlið og aðrar þjónustur. Brúin er útskýrð sem tafla (sýnd hér http://www.whatisscientology.org/html/Part02/Chp06/pg0181_1.html) sem sýnir öll þau stig sem þarf að fara í gengum til að komast á topp trúarinnar.
Eins og sjá má er Brúnni skipt í tvo hluta, þjálfun og ferli. Fólk ræður sjálft hvoru megin það ferðast upp Brúnna en margir velja að fara upp báðar leiðarnar.

Operating Thetan (OT)
Þegar viðtalsferlinu er lokið tekur við framhaldið OT (Operating Thetan). Það eru átta skref hvert dýrara að taka en hið fyrra og eru stig í ferlishluta Brúarinnar. Þegar þú nærð OT III færðu upplýsingarnar um Xenu og Stjörnusamveldið eftir að hafa borgað þúsundir dollara eða unnið fyrir söfnuðinn á litlum sem engum launum.
Það ferli snýst um að ná fullkomleika og ná upprunalegum mátt thetan(sins). Ef þú klárar þau átta stig (það er talið að þau séu fleiri en ekkert er vitað um það) áttu eftir að upplifa þegar sálin fer út úr líkamanum og að geta búið til þinn eigin heim og verða eins og Vísindatrúar segja “skapari”. Þá ertu kominn á topp trúarinnar og búinn að öðlast fullkomleika.
Það er nefnilega það.