Jæja mig hefur langað að skrifa um þessa upplifun sem ég hef lent í orðið ansi oft.

Þetta byrjaði fyrir svona 3 árum síðan þegar ég lá vegna brjóskloss. Ég hef nokkrum sinnum heyrt af fólki sem hefur verið kvalið af einhverjum sjúkdómum sem hefur hringt
í miðil og fengið hjálp frá fólki sem við sjáum ekki, semsagt einhverjum framliðnum. Ég held ég hafi alla tíð trúað á svona hluti þannig mér fannst í lagi að hafa samband til
athuga hvort þetta væri möguleiki. Miðillinn sagði mér að þetta væri hægt og ég bað hann um að senda einhvern til mín. Ég sofnaði svo um kvöldið frekar stressaður auðvitað
vitandi af því að ég fengi heimsókn um nóttina. Eftir langann tíma andvaka hef ég svo á endanum sofnað.
Um klukkan 5 rumskaði ég við að mér fannst einhver opna hurðina inn í herbergi til mín. Svona milli svefns og vöku vissi ég hvað var að fara gerast. Ég ligg á bakinu þegar
ég finn svo greinilega þunga á mér, sem eykst stöðugt. Stjarfur af hræðslu gat ég ekki hreyft mig þó mig langaði til að spretta uppúr rúminu og hlaupa í burtu, hætta við
þetta alltsaman. Á meðan þunginn ofan á mig eykst og eykst heyri ég rödd, karlarödd sem spyr mig hvort hann sé að meiða mig. Ég get svarað og svaraði alveg eins og var, “nei”
þar sem ég meiddi mig ekki hef sennilega aldrei á ævinni verið eins hræddur. Þetta gengur áfram í smá stund og ég er spurður hvort ég meiði mig, meðan þetta gerist er ég vakandi
en algjörlega máttlaus og get ekkert gert nema sagt til um hvort hann væri að meiða mig. Þrýstingurinn eykst alltaf þegar ég svara honum því að ég sé ekki að meiða mig,
það sem sýndi mér það að mér var ekki að dreyma var að rúmið sem ég var í á þessum tíma var gamalt og brakaði oft í því við minnstu hreyfingu. Við hvert skipti sem
þrýstingurinn jókst brakaði alltaf í rúminu. Á endanum var þrýstingurinn orðinn það mikill að ég segi “já”, um leið og ég segi orðið hættir þetta og þrýstingurinn fer og ég léttist í
rúminu og meira að segja vagga upp og niður næstu tvær til þrjár sekúntur.

Ég ligg smá stund vakandi eftir þetta þar sem hjartslátturinn var sennilega langt yfir 200slögum og ég kófsveittur af stressi en svo hef ég sofnað aftur.
Ég hugsaði mikið um þennan atburð og var ekki viss hvort ég væri að verða geðveikur eða hvað. Miðillinn sagði mér samt að ég mætti búast við fleiri en einni heimsókn frá þessum
“lækni”. Annað kvöldið sem þetta gerist er þetta nánast nákvæmlega eins nema ég man ekki eftir að hafa talað við hann en ég upplifði sömu tilfinningu þegar ég vakna um
nóttina, fynnst ein sog einhver komi inn í herbergið. Semsagt finn fyrir nærveru einhvers en sé auðvitað engann. Í þetta skiptið varir þetta sennilega í jafnlangann tíma
og fyrsta skiptið, ég finn þrýstinginn aukast jafnt og reglulega en þegar hann er orðinn það mikill að ég er farinn að meiða mig hættir þetta aftur.

Þetta gerist svo í þriðja skiptið. Þá ligg ég á hliðinni þegar ég vakna um nóttina um klukkan 5, eins og bæði hin skiptin. Ég finn svona fiðring koma yfir mig allann ,
ég dofna upp og verð alveg máttlaus aftur þó ég reyni að hreyfa mig. Næst finn ég greinilega að með tvem höndum, köldum, er tekið um mittið á mér og öxl og mér er snúið á magann
þannig að bakið er upp. Eins og ég ligg þarna vakandi skíthræddur og glaðvakandi er eins og ég steinsofni aftur og mig fer að dreyma hluti sem ég man mjög vel eftir. Mér hefur aldrei
áður né aftur dreymt svona raunverulegann draum.
Mig dreymir gamla konu sem er ofsalega vingjarnleg. Þegar draumurinn byrjar stend ég á stétt eða plani fyrir utan mjög gamalt hús og þessi kona tekur á móti mér og býður mér inn.
Hún sýnir mér húsið sitt og svo sest ég niður með henni inní eldhúsið og hún býður mér kaffi. Ég sit lengi með henni og spjalla við hana. Ég man ekki nákvæmlega um hvað en ég
man eftir húsinu hennar, hvernig það leit út og hvað konan hét.
Ég hef nú ekki sagt frá þessu við neinn sem ég þekki en ég fór að kanna þetta mál því það var skrýtið að fara dreyma svona uppúr þurru þegar ég er vakandi, framliðni læknirinn
er að fara gera eitthvað við bakið á mér. Ég finn mynd af konu sem heitir það sama og konan í draumnum. Ég fölnaði smá þegar ég sá myndina, því þetta var nákvæmlega sama kona
og mig dreymdi. Þetta var langalanga amma mín sem ég hef aldrei séð áður. Ég man ekki einusinni eftir að hafa séð mynd af henni. En í draumnum vissi hún alveg hver ég var
og tók vel á móti mér. Reyndar hef ég ekki séð ennþá það sama hús og hún var í í draumnum, en ég veit að lýsingin á húsinu hennar ég mjg lík lýsingu sem ég hef fengið
á einu húsi sem hún bjó í þegar hún var ung. Ég held að sé ekki til mynd af því.

Þetta gerðist í þrjú skipti þarna fyrir þessum þrem árum. Ég hef talað við miðil eftir þessi atvik þarna. Hann sagði mér að hann vissi um látna ættingja sem
fylgja læknunum þegar þeir koma til manns og taka hug manns til að taka athyglina frá því sem læknirinn gerir við mann þarna.

Ég hef oft hugsað um þetta síðan og ekki sagt mörgum frá þessu.

Fyrir rúmum tvem mánuðum síðan átti ég son. Ótrúlega góð tilfinning að vera orðinn pabbi, þó að ég og mamman séum ekki saman þá er litla krílið algjört gull! Við vorum í
góðu sambandi þegar strákurinn kom í heiminn og ég eyddi mjög miklum tíma með þeim báðum. Við ákváðum saman, annað úr hennar fjölskyldu og hitt er úr minni fjölskyldu. Ég held
að við höfum staðfest nafnið viku fyrir þorlákssmessu en ákváðum að nefna hann þó hann yrði ekki skírður strax.
Sama kvöld og nafnið er ákveðið lendir barnsmóðir mín í þessu, verður samt ekki vör við neitt nema þennan þrýsting. Hún verður ekki vör við neinn sérstakann hjá sér þegar þetta
gerist en segir mér að hún hafi legið stjörf í rúminu á eftir nánast grátandi af hræðslu.

Næsta kvöld á eftir kemur þetta fyrir hjá mér. En byrjar þannig að ég er milli svefns og vöku en skyndilega eins og ég finni fyrir einhverjum hjá mér, reyndar man ég ekki alveg
nákvæmlega hvernig ég skynjaði þetta en ég er viss um að afi minn væri þarna. Fannst ég sjá hann fyrir mér alltíeinu þegar ég lokaði augunum og þegar þetta var að byrja.
Ég fann ekkert meir en þetta, bara þessi óþæginlega skrýtni þrýstingur ofan á mig allan og sekk ofaní rúmið.
Mér var brugðið að finna þetta alltíeinu aftur eftir þrjú ár. Það var reyndar ekki fyrr en eftir að ég lenti í þessu að barnsmóðir mín sagði mér frá þessu því að ég sagði
henni frá því sem ég lenti í. En ég hef sagt henni fyrir löngu hverju ég lenti í þarna fyrst fyrir löngu síðan.

Núna stendur mér ekki á sama lengur. Síðan þetta byrjaði núna fyrir síðustu jól hef ég upplifað þetta það oft að mér fannst orðið eðlilegt að vakna upp við þetta
og finna þetta standa yfir. Það er eins og að í þau skipti sem þetta gerist verði maður að liggja á maganum með bakið beint uppí loft. Því að nokkrum sinnum hef ég rumskað
og byrjað að finna eins og hellur fyrir eyrun og pressu einhvernveginn, alltaf verð ég “lamaður” þegar þetta gerist og finn að mér er þröngvað í magann þegar ég ligg á hliðinni.
Þegar ég er kominn á magann byrjar þetta og gengur í smá stund. Ég er orðinn það reiður og pirraður á þessu að mig langar til að spretta upp og losna við þetta en það er alveg
sama hvað ég reyni, ég hef engann mátt í að hreyfa mig. Það er eins og ég missi allann mátt meðan þetta stendur yfir. Þetta gekk yfir í um mánuð núna stöðugt þartil ég fékk
alveg nóg og fór til miðils til að reyna fá útskýringu á þessu og fá að vita hvað væri að gerast.
Hann gat nú ekki sagt til um hvað væri að gerast eða hver væri á ferð núna. Hann vissi ekki hvort þetta væri slæmt eða saklaust. Það er óþæginlegt að vita.
Hann gerði svo eitthvað við mig og mér fynnst ég hafa misst meðvitund í smá stund, allavega kannaðist ég ekki við hvað hann hafði gert við mig þarna. Einhver heilun.

Þetta hætti svo. Mér var einhverveginn létt að finna að þetta væri hætt, verð að segja að ég er feginn við að vera laus við þetta.

Þartil núna í nótt. Þá gerist þetta aftur.


Eftir þetta í nótt brá mér meir en nokkurntíman áður. Ég ligg í morgun vakandi en með kodann á hausnum á mér að reyna sofa þegar mér bregður við það að finna einhver koma inn
í herbergið mitt. En ég hugsa meðmér að þetta er bara rugl í mér. Ég er samt að taka koddann af hausnum á mér í nótt þegar þetta byrjar.
Núna ligg ég á maganum með höfuðið að veggnum. Núna er ég í herbergi þar sem ég er á jarðhæð og fyrir utan hjá mér er útiljós. Í nótt var ekki dregið almennilega fyrir
gluggtjöldin hjá mér þannig ég sé alltaf skuggann af mér á veggnum þar sem ég ligg. Í morgun er ég glaðvakandi og með fulla meðvitund og reyni að bylta mér þannig ég
geti látið þetta hætta. Það tekst ekki hjá mér þar sem ég er jafnlamaður og í öll hin skiptin. En í morgun er það öðruvísi, ég er vakandi og horfi á vegginn og sé skuggann af mér.
Ég var svo langt frá því að vera einn!! Ég sá þann sem var að gera þetta við mig, ég sé hann sitja yfir mér og af skugganum virðist hann vera að klóra eða kroppa í bakið á mér mjög hratt.
Alveg eins og hundur að grafa í möl. Í þetta skiptið var ég hræddur, því á skugganum get ég ekki séð að þetta væri eðileg mynd af manni. Ég í raun og veru veit ekki hvað í
fjandanum þetta var. Ekki eðlileg mynd af manni, eins og hann sæti ofaná fótunum á mér að klóra í bakið á mér.


Þetta er orðið langt frammyfir að vera eitthvað eðlilegt og mér er ekkert sama um þetta lengur. Ég veit ekki hvað ég get gert við þessu, ég býst við að það sé ekkert.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96