Mig langar að segja aðeins frá fóstra mínum sem að er skygn…
Hann segir samt sjálfur að þetta sé bara ímyndun því hann einhvernveginn er soldið sérstakur. Hann hefur held ég séð svona síðan hann fæddist eða e-ð svoleiðis. Fyrir þremur árum fékk hann heilablóðfall og er ekki samur eftir það.
Ég bý á Krossi (bóndabær) á Berufjarðarströnd og fóstri minn hefur í gegnum tíðina sé margt furðulegt hér… T.d…..

Fyrir u.þ.b. tveimur árum vorum við að reka inn rollur í rétt niður við tangann sem kallaður er Krosstangi, en allavega það hefur alltaf gengið illa að reka rollurnar inn í réttina en aldrei jafn illa og þarna.. Allt í einu varð Högni (fóstri) alveg band brjálaður, þetta var að vissu leiti fyndi þá en þegar maður hugsar aftur er þetta bara Creepe en allavega hann brjálaðist alveg, og lamdi stafnum sínum út í loftið og bölvaði og ragnaði og sagði e-m að hunskast burt. Síðan róaðist hann og tautaði e-ð. En það sem var mest skrítið við þetta var það að rollurnar hlupu inn eins og þær væru æstar í að komast inn í réttina!

Annað dæmi:
Það muna allir eftir verslunarmanna helginni í fyrra þegar flugvélinn hrapaði í skerjafyrði. Högni var sofandi inni í rúmmi… Svo allt í einu spratt hann upp úr rúmminu og leit niður að tanga… en þar var ekkert. Svo hlustaði hann á fréttirnar tveimur tímum seinna og heirði að það hefði hrapað flugvél í skerjafyrði og Högni hafði séð þetta gerast en var samt nátturlega í allt öðrum landshluta.

Dæmi:
Frændi hans dó í hitti fyrra. Það er mikill gestagangur hér og enginn kippir sér upp við það þó að það sé bankað á glugga eða e-ð en það var bankað þrisvar sinnum fast á hurðina og Högni hélt bara að mamma færi til dyra. Þetta var um sirka 7-8 um morguninn, nema hvað að enginn fer til dyra og aftur er bankað og enginn fer til dyra nema Högni þegar bankað var í þriðja skiptið en þá var enginn úti… En… þau í eldhúsinu höfðu ekki heyrt neitt en þremur tímum seinna var hringt í Högna og honum sagt að frændi hans hefði dáið fyrir þremur tímum.

Takk fyrir og njótið.
bone