Ég hef verið að velta því mikið fyrir mér þetta með verndarana.
Mér hefur verið sagt að allir eigi sér verndara, þeir sem búa yfir dulrænum hæfileikum fleiri en einn og þetta sé það sama og margir kalla verndarengla. Hvað haldið þið að sé til í þessu? Ég hef nokkrum sinnum farið til miðils og þeir sem vildu eitthvað ræða það sögðu mér allir það sama, að ég væri komin með sex verndara. Mér var meira að segja sagt hvað tveir þeirra hétu. Ég hef líka heyrt margar sögur um fól sem hefur bjargast af völdum raddar sem þeir heyra og margir hafa meira að segja séð sína verndara. Ég er nú ekki svo heppin þótt ég hafi svona marga og sé skyggn, svo ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig maður komist í tengsl við þá. Ef einhver hefur hugmynd um það þá má hann láta mig vita.
Takk :)