Mig dreymdi fyrir skömmu að ég var stödd hér heima hjá mér og fyrrverandi kærastinn minn, sem ég elska mjög mikið ennþá, var að koma úr sturtu og var kominn í buxurnar enn var annars að þurka sér. Ég geng á móti honum og ætla bara að faðma hann að mér eins og ég var vön en hann víkur sér undan. Ég fer að gráta og græt stanslaust á meðan hann segir mér að hann verði að segja mér svolítið og ég græt ennþá meira og spyr hvort það sé nokkuð eitthvað vont. Þá segir hann: Þessi stelpa er svo frábær og svo æðinsleg, og er þá að tala um núverandi kærustuna sína, og ég bara græt. Svo erum við sest við einhverja sundlaug og þá situr hún þarna líka en segir ekkert og ég fer að tala um það hvað hún sé lík einhverri Elínu, sem ég þekki ekki, svo hverfur hún og við erum aftur tvö ein við sundlaugina og hann er kominn með lítið barn í fangið og við virðumst vera mjög náin, svo fer ég aftur að gráta og spyr hann hversvegna hann hafi ekki búið til barn handa mér… meira man ég ekki en þessi draumur fer ekki úr huga mér getur einhver ráðið hann??
Pocahontas