Hæ hugarar. Þið verðið að afsaka það að ég kjánalega gleymdi því að útskýra í fyrri grein minni um hvernig á að leggja hring, af hverju maður leggur hring og hvað það er. Ég ætla þess vegan að skrifa eina stutta, basic grein um þetta efni.

Hringurinn er lagður áður en maður framkvæmir eitthvað “heilagt”, sem gæti t.d. verið galdrar, hugleiðsla, athöfn (ritual), og svo framvegis. Þetta kannast þeir sem stunda Wicca, eða galdra, við.

Hringurinn er svæði þar sem þessar heilögu gjörðir fara fram. Alveg eins og fyrir kristnum mönnum eru kirkjur heilagt svæði, þá skapar galdramaðurinn/konan sér heilagt svæði áður en eitthvað skal framkvæmt. Í hinni grein minni um að leggja hring má sjá hvernig maður skapar þetta svæði.

Hringurinn er notaður í mörgum tilgöngum: Til þess að afmarka það svæði þar sem heilögu gjörðirnar fara fram, því margir telja að mikil orkusöfnun og mikið orkuflæði sé þar sem gjörðirnar fara fram. Þess vegna getur hringurinn virkað sem einhversskonar takmörkun á þessa orku, þannig hún fari ekki að breiðast um heimilið.

Fyrst og fremst er hringurinn leið til þess að hreinsa og helga það svæði þar sem gjörðirnar munu fara fram. Þegar maður leggur hring, er maður að skapa sér hreint andlegt svæði þannig að maður geti gert það sem maður vill gera í ró og næði.

Margar leiðir eru notaðar til þess að leggja hring, og þær eru mjög mismunandi eftir einstaklingum og hefðum.

ATH: Fyrir mér er það að leggja hring ekkert annað en andlegur undirbúningur. Ég trúi ekki á það að þegar ég kveiki á kerti og segi nokkur orð, að allir illir andar hreinsist af svæðinu mínu. Heldur er ég að undirbúa sjálfa mig andlega og “segja sjálfri mér” að þetta svæði sé hreint, eða helgað. Þess vegna stunda ég bæði líkamlega og andlega hreinsun á hring, semsagt þá tek ég til og ryksuga og geri allt skipulagt og hreint fyrst (líkamleg hreinsun á svæði ) og fer í bað og geri mig hreina (líkamleg hreinsun á sjálri mér), svo legg ég hring (andleg hreinsun á svæði) og hugleiði (andleg hreinsun á sjálri mér).

Því að þetta er mjög basic grein sem fer rétt í yfirborðið á þessum málum ætla ég að setja þessa linka með, þar sem þið getið lesið meira:

http://en.wikipedia.org/wiki/Magic_circle

http://www.wildideas.net/cathbad/pagan/ritual.html

Hérna er linkurinn inn á grein mina um hvernig má leggja hring:

http://www.hugi.is/dulspeki/articles.php?page=view&contentId=5142785

Svo mun ég í bráð setja inn grein um að loka hring.