Á mörkum austurs og vesturs
Heitið á fyrirlestraröðinni er ,,á mörkum austurs og vesturs’’. Magíu hefðin á sér rætur í vestrænni dulspeki hefð, reyndar á sú hefð sér rætur í litlu asíu. Frá asíu höfum við magíu hefðir frá hindúum, yoga, taóisma, búddaisma og fúsista svo nokkrar hefðir séu nefndar. Í endurreisn nútíma magíu hafa þessar hefðir blandast saman. Þessi endurreisn byrjar á 19. öld og hefur haldið afram í dag. Magískar launhelgar í Evrópu á 19. og 20. öld, guðspekifélagið, hippatímabilið, nýaldarspekin og aukinn áhugi á magíu almennt er allt hluti af þessari endurreisn magíunnar. Þetta er eins og endurreisnin á ítalíu á 12. öld.

Efnistök næstu fyrirlestra
Fyrirlestrarröðin er að hluta til samhangandi þannig að sumir fyrirlestrar styðja hvorn annan. Fyrirlestrarnir um Kabbalah og Tarot byggja upp skilning á mikilvægi tákna í magíu. Fyrirlesturinn um hreinsun fjallar um mikilvægi hreinsunar í magíu og er grundvallar atriði magía á ekki að verða hættuleg.

Kabbalah - Uppbygging heimsins og táknkerfi gyðinga (Búin!)
Hér mun ég byrja á að fjalla um heimsmyndakerfi í magíu og byrja á Kabbalah. Kabbalah er dulspekihefð gyðinga. Hún er ein af mörkum táknkerfum sem hafa reynst mjög gagnlegar í magíu. Einnig mun ég fjalla um fleiri tegundir heimsmyndakerfi og hvernig þær eru notaða í magíu. Eftir þennan fyrirlestur verður sýnd og kennd stutt athöfn sem tengist Kabbalah og fjallar um að hlaða sig alhemsorkunni.

Tarot - Myndir lífs og heimsins
Hér mun ég fjalla um Tarot spilin og tengingu þeirra við Kabbalah. Ég mun reyna að taka saman nokkrar mismunandi hugmyndir um uppruna Tarot. Ég mun taka fyrir eina tegund Tarot spila og fjalla lauslega um uppbyggingu stokksins. Einnig mun ég fjalla um notkun Tarot í magíu.

YHVH - Um ransakanlega vegi Guðs
Hér mun ég reyna að taka fyrir guðshugtakið. Fjalla aðeins um tengsl guðshugtaksins við magíu. Einnig mun ég fjalla um tetragrammaton og hin ýmsu nöfn guðs.

Hreinsun - Undirbúningur og lok vinnu
Hreinsun er eitt mikilvægast viðfangsefni magíunnar. Með hreinsun á sjalfum sér og umhverfinu eru lagður grunnurinn undir það magíska verka sem… Hér mun ég einnig fjalla um mismunandi aðferðir við hreinsanir. Ég mun fjalla sérstakleg og sýna eina þeirra sem kallast pentagram ritúalið eða athöfn fimmarmastjörnunnar.

Helgun - Og hin daglega fæða Eucharistos
Helgun er annað mikilvægt viðfangsefni magíunnar. Með helgun er ákveðið svæði, hlutir og maður sjálfur helgaður ákveðnum tilgangi. Oft eru olíur notaðar til að helga hluti á táknrænan hátt.
Einnig mun ég fjalla um magíska aðferð sem kallast Eucharistos. Þessi aðferð er þungamiðjan í kristnu helgihaldi. Hún fjallar um að helga hluti sem eru ætilegir og borða þá eða gleypa. Þessi aðferð er að tengist að hluta til aðferðum efnaspekinnar, alkemíunnar eða gullgerðarlistarinnar. Hugsanlega verður minnst aðeins á það viðfangsefni í þessum fyrirlestri.

Sýnir - Líkami ljóssins
Hér mun ég fjalla um ýmsar aðferðir við sýnir og að rýna. Einnig mun ég fjalla aðeins um hina ýmsa magíska heima. Hið magíska rými og líkama ljóssins.

Heimur Enochian - Spjallað við engla
Hér mun ég fjalla um magíu kerfi sem Dr. Jon Dee og Edward Kelli miðluðu til okkar. Enochian magía er mjög örrug aðferð þar sem hún vinnur með engla sem eru mönnum mjög hliðhollir og kærleiksríkir. Það er ekki hægt að nýta hana til illra verka því englarnir neita að taka þátt í því. Einnig mun ég fjalla um sérstakt tungumál sem þeim var einnig miðlað og kallast einnig Enochian og er tungumál englanna.

Þelema - Vegur hins sanna vilja
Fjallað verður um Þelema magíu sem Aleister Crowley setti fram útfrá bók sem honum var miðlað árið 1904. Aleister Crowley er einn þekktasti galdramaður 19. og 20. aldarinnar.

Vígslur - Um launhelgar og lokuð félög
Hér verður rakin stutt saga launhelganna og sagt frá nokkrum launhelgum og lokuðum félögum. Einnig verður sagt frá magísku aðferðinni við vígslu.

Kynorkan í magíu - Kraftur kundalínis vakin
Hér mun ég fjalla um notkun kynlífs og kynorku í magíu. Sumir segja að þetta sé öflugasta form magíunnar. Ég mun einnig fjalla stuttlega um tantra hefðina sem kemur frá Indlandi.

Svartur galdur - Siðferði magíunnar (einnig smá um Goetia)
Hér verður fjallað um hvað telst til svarts galdurs og um siðferði í magíunni. Einnig verður fjallað um mismunandi aðferðir í magíu. Ein forn galdrabók verður tekin fyrir.

Hluti og kynning fyrir fyrirlestraröðina Á mörkum austurs og vesturs sjá www.magia.is

I'wm'war og Shemsu Heru