Magía á miðöldum
Þrátt fyrir Kristinn trú hafi á þessum tímum haft algert tangarhald á Evrópu eru þó vísbendingar um iðkun galdurs á meðal presta, biskupa og almennings á þessum tímum. Margar bækur voru skrifaðar þar á meðal nokkrar sem taldar voru eftir merka biskupa og páfa s.s. Tómas Aquinas og Honoríous II sem gefnar voru út að þeim látnum. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir voru gerðir að dýrðlingum.

Þar til að endurreisn magíunnar hófst á 19. öld þá var galdamenn ofsóttir af kirkjunni. Þessvegna var þekking á magíu oftast falin í tæknilegum bókum sem kölluðust ,,Grimoires’’ Orðið ,,Grimoir’’ er komið af sömu rót og enska orðið ,,grammar’’ og á við ákveðnar reglur við að gera eitthvað. Oftast voru þessar bækur samantíningur aðferða við að gerða ríkur eða ná ástum kvenna. Sumar af þessum Grimoir verða teknar fyrir í sérstökum fyrirlestrum hjá mér.

Cornelius Agrippa
Agrippa var fæddur í Þýskalandi þar sem hann eyddi megninu af lífi sínu. Hann er frægastur fyrir verk sitt ,,De Occulta Philosophiae’’ sem var í þrem bindum. Þar skilgreinir hann magíu sem vísindi og setur fram ágrip af allri magískri þekkingu ásamt undirstöðuatrið þeirra. Í þessari bók ræðir hann einnig ítarlega um Kabbalah og lýsir mörgum dæmum um hvernig eigi að búa til töfragripi með Kabbalah. Hann sýnir einnig innsigli anda himintunglanna og notkun þeirra í ákölunum. Þrátt fyrir allt þetta er ,,De Occulta Philosophiae’’ aðalega fræðilegt rit.

Johannes Faustus
Dr. Fást er þekktastur úr samnefnu leikrit Göethes en hann var einnig söguleg persóna. Hann lifði í Þýskalandi á 15. öld og þrátt fyrir sagnirnar sem skrifaðar voru um hann eftir dauða hans er lítið um hann vitað. Samkvæmt sögunum seldi hann sál sína djöflinum í staðin fyrir æsku og magíska hæfileika. Elstu sögurnar eru mjög í stíl dæmisagna sem sennilega áttu forða fólk frá að reyna að fikta við galdur. Göethe var meðal þeirra fyrsta sem gaf Dr. Fást góðan endir í verk sínu. Fyrri sagnir enduðu yfirleitt á því að Fást var borin af djöflum til helvítis. Það sem fáir vita í dag er að það hefur varðveist þýðing á bók á Tékóslavísku þar sem höfundurinn er nefndur sem Faustus. Bókin er sögð vera þýðing úr Þýsku og inniheldur galdra og ritúala til að vekja upp drauga og frumefna anda.

Francis Barret
Var sennilega síðasti miðaldar galdramaðurinn en var einnig sá sem opnað veg fyrir endurreisn magíunnar. Um líf hans er svo til ekkert vitað og hann er frægastur fyrir bók sína ,,Magus’’ með undirtitilinn ,,Guðdómleg greind’’ sem kom út árið 1801. Þetta er sennilega einnig síðasta ,,Grimoir’’ og inniheldur lýsingu á aðferðum við galdur, þar á meðal hvernig eigi að búa til galdra sprota, lýsingar á djöflum og öndum og hvernig megi kalla þá fram. Næsta endurprentun á ,,Magus’’ var árið 1896 þegar magían var byrjuð að blómstra í Evrópu.

Endurreisn Magíunnar
Þar sem þessi fyrirlestrarröð er í raun tileinkuð þessu viðfangsefni mun ég hætta að fjalla um sögu magíunnar hér. Ég vil ekki segja alveg skilið við þessa umfjöllun um sögu magíunnar án þess að minnast lítillega á Eliphas Levi.

Eliphas Levi
Eliphas Levi hét réttu nafni Alphonse Luis Constant og tók sér nafnið Eliphas Levi þegar hann byrjaði að skrifa um magíu. Hann gékk í prestaskóla og varð prestur af lægstu stigum. Hann fékk hinsvegar ekki frama í prestastarfinu vegna rótækra skoðana sinna. Hann var fangelsaður vegna prentunar á bæklingi með hugmyndum sem voru ráðandi stéttum ekki þóknanlegar. Fyrsti kennari hans í dulspeki var pólskur dulspekingur Wronski að nafni. Wronski skrifaði í endurminningum sínum að hann hafði innvígt Levi í leyndardóma æðra Kabbalah. Eftir þetta eyddi Levi mestum stundum sínum í að lesa bækur um dulspeki og ,,Grimoir’’. Hann tók saman helstu niðurstöður rannsókna sinna í bókum sínum ,,Dogma and Ritual of the High Magic’’ og ,,History of Magic’’. Hann gat ekki framfleytt sér á bókarskrifum einum og því tók hann að sér að kenna magíu til að framfleyta sér. Margir telja að mikilvægustu skrif hans séu einmitt bréf sem hann skrifaði nemendum sínum. Bók hans ,,History of Magic’’ er mjög umfangsmikil en inniheldur lítið af staðreyndum um sögu magíunnar og meira af umræðum um hugmyndir sem Levis taldi að væru grundvallar atriði fyrir magíska vinnu.

Hluti úr fyrirlestraröðinni Á mörkum austurs og vesturs sjá www.magia.is

I'wm'war og Shemsu Heru