Saga magíunnar
Það er vinnsælt að segja að upphaf einhvers sé eins gamalt og saga mannkynsins. Þetta á vissulega um magíuna. Galdur er æfaforn iðja manna. Hefur sennilega þróast með mönnum löngu áður en menn fóru að skrá söguna. Ómögurlegt er að geta sér til um magíu hefðir til forna en sennilega eru galdrahefðir og trú svokallaðra frumstæðra þjóða líkar því sem tíðkast hefur til forna. Sagt hefur verið að magía er firstu og síðustu trúarbrögð heimsins.

Magía fornalda
Shamanismi
Frumbyggar Ameríku, Afríku, Ástralíu, Samar, Labbar og Inuítar. Allar þessar þjóðir eiga það sameiginlegt að fólkið þeirra stundar trúarbrögð eða magíu sem hefur verið kölluð Shamanismi. Shamanismi er andatrú þar sem lagt er upp úr samband við forfeður og ýmsa anda sem tengdir eru náttúrufyrirbærum. Á meðal þessara þjóða er oft sérstakir menn og konur sem fá þjálfun til að verða Shaman. Liður í þessari þjálfun sem gengur mann fram að manni, er hæfileikinn til að falla í dá eða trans. Í þessu ástandi hefur Shamaninn samband við andana. Það er mjög sennilegt að magía í fornöld hafi verið eitthvað svipaður þessu.

Magía Assýríu og Babýloníu
Trú manna á svæðinu á milli fljótanna tveggja, Eufrat og Tígris þar sem í dag er Íran og Írak, fyrir 4000 árum síðan líktist því sem tíðkaðist í Indlandi (Arían) til forna. Í þessari trú voru tvær ættir guða. Ahuras og Daivas. Í byrjun voru þessar tvær tegundir guða með jafna stöðu en síðar aðskyldust þær. Í Indlandi voru Ahuras áfram guðir og Daivas urðu djöflar en í Assýríu og Babýloníu voru Daivas áfram guðir en Ahuras urðu djöflar. Trúarbrögð í Assýríu og Babýloníu byggðu mikið á stjörnuspeki og í raun er stjörnuspekin ættuð frá hinni fornu Mesópótamíu sem var eldra ríki á sama svæði. Stjörnuspekin dreifðist síðar um heimin frá þessu svæði. Assýringar voru þeir sem settu fram dýrahringinn (Zódiak) með merkjunum 12, 360° hringnum, hugmyndina um hvíldardaginn, 7 daga vikuna og 12 mánuðina. Einnig 60 mínúturnar í klst. Þeir þróuðu einnig þá stærðfræði sem nauðsynleg var fyrir stjörnuspeki. Eins og kom fram hér að ofan þá er uppruni orðins magía komin af þessu svæði.

Í elstu goðafræði Assýríu og Babýloníu hét æðsti guðinn Enlil, herra vindanna, en í öðrum goðafræðum var An (Anum) hin ríkjandi guð ásamt syni sínum Enki (Ea). Anum var guð himinsins og konungur allra hinna guðanna. Ea var hinsvegar guð vísdómsins og einnig herra jarðarinnar. Mikilvægasti guðinn hjá Babýloníu varð Marduk sem upphaflega var ein mynd sólarguðsins. Hjá Babýloníu mönnum varð hann upphafinn og samsamaður Asallunhi guð magíunnar.

Zarathustra var einn helsti spámaður og galdramaður frá þessum tíma. Hann boðaði nýja trú og ritaði helga bók sem var kölluð Gathas versin og eru elstu hlutinn í bókum sem kölluðust Awesta. Zarathustra var álitinn spámaður Ahuras guðs sem kallaðist Ahura Mazda eða eingöngu Mazda sem merkti ,,sagna guðinn’’ eða ,,sagnaþulurinn’’.

Magía í Egyptalandi til forna
Trúarbrögð Egypta voru samofin með magíu. Egypsku trúarbrögðin þróuðust frá Shamanisma eins og þau í Mesópótamíu. Þau byggðu því að nálægu sambandi við guðina. Eitt sterkasta sérkenni í Egypskri magíu var notkun ,,öflugra orða’’. Egyptar trúðu því allt hefði sitt ,,sanna heiti’’ þar á meðal menn og guðir. Ef magíinn þekkti þetta sanna nafn þá gat hann stjórnað því sem bar það.

Trú Egypta á hin ,,sönnu nöfn’’ kemur fram í goðsögn einni um Ísis og Ósíris. Samkvæmt goðsögn þessari var Ísis í upphafi dauðleg kona sem hafði mikla þekkingu á magíu. Hún vissi að Ósíris lagði það í vana sinn að ganga um garð einn á hverjum degi. Hún kom faldi snák á veginum sem hann var vanur að ganga eftir. Ósíris var bitinn af snáknum og kallaði á hjálp en enginn gat komið honum til bjargar nema Ísis því hún bjó yfir móteitrinu. Hún kom og bað hann um að segja sér sitt sanna nafn í staðinn fyrir lækninguna. Hann neitaði í fyrstu en þegar hann var að dauða kominn gaf hann eftir og hvíslaði henni sitt sanna nafn. Með þessu nafni að vopna varð hún að gyðju og giftist Ósíris.

Egyptar voru mjög hrifnir af töfragripum ýmiskonar. Þeir notuðu þá sem vörn gegn illu, til heilsubótar, lukku, fjár o.s.frv. Lækningar í Egyptalandi til forna voru oftast gerðar með töfragripum og göldrum. Margir af töfratáknum Egypta eru ennþá vinsæl í dag. Þar á meðal eru ,,udjat’’ eða auga Hórusar sem átti að gefa þeim sem bar það hæfileika til að sjá það sem aðrir sáu ekki. ,,Ankh’’, hin Egypski kross sem átti að gefa langlífi og tordýfillinn sem táknaði endurlífgunina. Tordýfillinn var mikið notaður fyrir múmíur.

Maðurinn var álitin samansettur úr níu hlutum. Efnislegum líkama, skugga, tvífara (Ka), sál (Ba), hjarta (Ib), anda (Khu), krafti, nafni og andlegum líkama. Kaið var tvífari líkamans og var umhverfis grafirnar eftir dauðann. Í gröfum Faróanna var sérstakur staður byggður fyrir Ka. Hann nefndist musteri Kas. Kaið var oftast táknað með tveim uppréttum höndum. Ibið eða hjartað var mikill áhrifavaldur eftir dauðann því það var vegið eftir dauðann við fjöður sakleysisins og þannig voru gjörðir einstaklingsins dæmdar. Í bók dauðans er sérstök töfraþula sem á að koma í veg fyrir að hjarta manns svíki mann þegar það er vegið. Baið eða sálin fór til himna eftir dauðann en það gat farið og heimsótt gröf líkama þess. Það var táknað sem fugl með höfuð þess sem var látinn.

Magía Hebrea
Með Gyðingdómi byrjaði öld eingyðis trúar að vaxta og fjölgyðistrú að hnigna. Áður hafði verið gerðar tilraun til að koma á eingyðis trú hjá Egyptum. Það var Faróinn Akhenaton sem lýsti yfir að sólguð hins lægra Egyptalands Aton skyldi verða æðsti og eini guðinn. Hann byggði fjöldamörg musteri fyrir Aton og gaf upp á bátinn sinn eigin guðdóm (Faróar voru áleitnir guðir í Egyptalandi til forna) til þess að styrkja Aton sem hin eina guð. Nafn hans Akhenaton þýðir í miskunn Atons. Æðstu prestar hinna gömlu guða voru lítt hrifnir af þessu uppátæki Akhenatons og eftir dauða hans endurvöktu þeir hið gamla fyrirkomulag fjölgyðis og reyndu að afmá alla minningu um Akhenaton.

Í fjölgyðistrú var magía ekki aðeins leyfði heldur einnig nauðsynlegur þáttur í trúnni og daglegu lífi fólks. Hinsvegar fordæmdi yfirleitt guð eingyðistrúar galdra því galdur var talin tilraun mannana til að ná völdum yfir guði. Samkvæmt kenningum Biblíunnar er að með galdri er maðurinn að raska fyrirkomulaginnu í tilveru guðs. Þeir eru að reyna að öðlast þekkingu sem ekki er þeirra. Bæn var eina ásætanlega leiðin til að reyna að hafa áhrif á gang lífsins. Samkvæmt Biblíunni átti ekki að leyfa nornum að lifa. Hinsvegar máttu prestarnir í musterinu í Jerúsalem framkvæma spádóma með því að lesa í innyfli dýra. Það er erfitt að greina á milli Magíu Hebrea og Kabbalah. Samkvæmt goðsögunni var Kabbalah heilög vísindi sem Guð gaf Adam þegar hann var sendur til jarðarinnar. Hinsvegar var fyrsta kemur Kabbalah fyrst fyrir í handritun á sjöndu öld eftir krist og varð ekki almennt fyrr en á 12. og til 15. öld. Fjallað verður um Kabbalah í sérstökum fyrirlestri.

Magía Hebrea var sennilega komin frá Egypskri magíu hefð. Hebreska stafrófið var sennilega einföldun á Egypsku myndletri. Í Biblíunni er sagt frá mesta galdramanni Hebrea, Móses og tengslum hans við Egyptaland.

Magía Grikkja og Rómverja
Grísk magía var undir áhrifum frá Hebreskri, Egypskri magíu. Einnig hafði hinn Pýþagóríski skóli og heimspeki Platóns áhrif á hana. Margir grikkir (þar á meðal Solon) fóru til náms í Egyptalandi og urðu fyrir áhrifum af menningu Egypta.

Hin fræga saga um Atlantis á sér rætur í einni sögu Solons frá námi hans í Egyptalandi. Hann var að ræða við Egypskan prest. Eftir að hafa dvalist lengi í musteri hans og náð að vinna sér traust hans byrjaði presturinn að lesa fyrir hann texta af einnig súlunni í musterinu. Sagan var um forna þjóð fólks sem bjó fyrir löngu hinu meginn við Gíbraltar. Presturinn sagði honum að grikkir líktust þessu fólk þó þeir vissu ekki af því. Hann sagði honum einnig að þau hefðu þróað með sér menningu, gátu stjórnar lofti og lög og voru mjög greind. Hann hélt áfram að lýsa höfuðborg þeirra sem var samansett úr sammiðja hringjum úr vatni og jörð með höfnum á hverjum jarðar hringi. Í innsta hringnum var byggt stærðsta og fallegasta musteri sem sést hafði á jörðinni og var annaðhvort tileinkað eld eða sólinni. Presturinn sagði Soloni frá því hvernig þessi þjóð átti í stríði við aðra og að landi þeirra fórst í þessum átökum og fór undir vatn. Fólkið neyddist til að setjast að í nálægum löndum. Einn hópur þeirra settist að sunnanmegin á Grikklandi.

Magía Rómverja var tekin frá Grikkjum eins og svo margt annað í rómverskri menningu. Rómverjar tóku einnig inn magíu hefð frá nágranaþjóðum sínum eins og Etrúríanum, Keltum, Germönum, Hebreum, Persum. Frá Etrúríanum sem annars er lítið vitað um í dag lærðu þeir að spá í lifur fórnardýra og af flugi fuglanna. Tveir mikilvægustu galdramenn rómverja voru Apólóníus af Týana og Apúleius.

Hluti úr fyrirlestraröðinni Á mörkum austurs og vesturs sjá www.magia.is

I'wm'war og Shemsu Heru