Kattar verndargripir. Kötturinn er fallegt og dulúðugt dýr sem er oft kent við nornir og tilbeðinn af forn egyptum.
Kötturinn og ímynd hans er heilagur fyrir margar heiðnar gyðjur, þar á meðal Freyju (gyðju frjósemis og grósku) og Bast (hin egypska gyðja kattarins).
Þjóðsögur og hjátrú segja til um að kettir hafi níu líf, og það boði ógæfu að svartur köttur gangi í veg fyrir mann, en einnig að svartur köttur boði eigendum sínum frið og gæfu.
Bændafólk í Transylvaíu/Rúmeníu nota ketti sem lifandi frjósemisgripi, á meðan í afríku og hahití nota iðkendur voodoo hina ýmsu líkamsparta af dauðum köttum (svo sem augu, bein, hjarta osfv) sem öfluga töfragripi.
Í einni bók um hoodoo galdra er sagt til að efla frjósemi í konum eigi þær að bera með sér níu kattar klær,
annað hvort sem hálsmen eða í mojo poka.
Verndargripur úr jade með ímynd af ketti, á að létta á sársauka við fæðingu ef hann er settur yfir nafbla konunar á meðan fæðingu stendur.
Berið hverskyns skartgripi með kattarlögun sem verndargrip til að örva eða efla fjarskynjunar krafta, bæta nætursjón, vörn gegn illu eða til að láta leyndar óskir rætast.
Verndargripir í lögun katta geta líka verið bornir sem til að laða að gæfu, og virka sérstaklega vel fyrir fólk sem er fætt í steingeit og fiskum.

The Wiccan Spellbook