Sælt veri fólkið!

Ég er 26 ára gamall og er búinn að vera að leita allt mitt líf. Ég veit svo sem ekki af hverju, en alveg frá því ég var peyji hefur mér fundist eitthvað vanta, svona eins og púsl, svo ég gæti raðað saman sjálfsmynd minni.

Til þess að finna einhver svör er ég búinn að ferðast hálfan hnöttinn(þangað til ég fattaði að ég var að flýja,,, og maður flýr víst aldrei sjálfan sig) Ég er búinn að stunda yoga, hugleiðslu, allskonar slökun og búinn að lesa gríðarlega mikið í þessari för minni.

Stundum finnst mér myndin vera að styrkjast en stundum finnst mér að ég sé ennþá á sama stað, búinn að ganga í hringi. Mér finnst eitthvað vanta ég er ekki heill.

Um daginn fór ég til konu og hún sýndi mér inn í heim dívunnar eða ljóssins. VIð fórum í smá ferðalag og skoðuðum sálina í mér. Við fórum og heimsóttum mig í fortíðinni þar sem mér leið illa og hugguðum mig, en þarna í þessum heimi finnst mér, eins og ég sé búinn að finna eitthvað svar, eitthvað “clue”

Svo er ég eins og við flest skeptískur á marga hluti og hræddur við að gefa eftir, hræddur við að sjá í fyrsta skipti.

Ég spurði nefnilega vinkonu mína um daginn: “ef til þín kæmi vera, og segði, ég á einn töfralykill og ef þú vilt þá skal ég opna augu þín og losa þig við allt sem er að angra þig og leifa þér, að sjá þig í réttu ljósi, hvað myndir þú gera”
Hún sagði “nei” ég er ekki tilbúinn í það og örugglega ekki ég heldur,,, en hvað með ykkur?

Ef þú ert ennþá að lesa þá langar mig að biðja þig um þitt álit á þessu öllu saman. Við erum nefnlega öll í leitinni að svari!


Lfið heil
krystall