Það var fyrir tveim árum sem mig dreymdi svo furðulega. Mig dreymdi að ég væri í sveitinni minni. Ég var að labba frá bænum og við hliðina á honum stóð brennandi blokk. Ég labbaði í burtu og út á þúfnasvæði, þar sem hestarnir eru geymdir. (Þetta er frekar stórt svæði) Þegar ég kom þangað sá ég sverð rosalega flott liggja á jörðinni. Ég tók það upp, en þá komu Eldur og Vatn. Þetta voru risa stór vatnsdropi og álíka stór logi um.þ.b. 2 metrar á hæð og rúmlega einn á breidd. Þeir liðu að mér og ég vissi að ég átti að berjast við þá. Ég byrjaði á vatninu og hjó það nokkrum sinnum þangað til að ég vissi að það var hætt að berjast við mig. Þá snéri ég mér að eldinum og gerði eins með hann, auk þess sem ég ýtti vatninu stundum á eldinn. Skyndilega vissi ég að ég var búin að vinna, en þá breyttust eldurinn í rauðan hest og vatnið í hálf bláleitan. Vatnið “talaði” við mig og sagði mér að við værum vinir. Vatnið var mjög góður hestur og labbaði við hliðina á mér en eldurinn var fælinn hestur og labbaði svolíðið frá. Ég hitti þá ættingja mína sem létu mig fá kort. Inni í kortinu var blað og á því var listi skrifaður með rauðum breiðum lýsandi stöfum. Efst stóð 1. Vinna eld og vatn. Ég var búin að því. Svo stóð 2. ganga frá í blokkinni. atriði nr 3. tengdist eitthvað álfum en ég las það ekki almennilega. Þetta voru 10 atriði. En þá fattaði ég að ég var búin að týna sverðinu. Vatnið bauðst til að hjálpa mér að finna það. Ég fór á bak og hélt mér fast, því þetta var auðvitað berbakt. Ég hallaði mér fram og horfði niður og sá jörðina þjóta fram hjá hraðar en mögulegt var. Ég fann sverðið og svo fórum við aftur til baka. Við gengum að blokkinni, ég, ættingjar mínir og hestarnir tveir en þá vaknaði ég. Hvað getur þetta eiginlega þýtt?