Orkustöðvarnar sjö eru myndgerðar sem lótusblóm í mismundandi blómgun til a unddirstrika tilgang hennar. Hvert blóm hefur sína eigin samsetningu lita blaða og myndræmma tákna. Skilgreingurinn er að hver orkustöðvanna innihaldi bæði jákvæða og neikvæða hleðslu, gilid í númerakerfinu og stafrófinu, tengsl við eitthvert frumefni náttúrunnar (loft, jörð, vatn o.s.frv.), tengsl við skynfærin (bragð, snertingu, lykt o.s.frv.) og samhljóm við sérstakan tón. Síðasta atriðið leggur til samlíkingu. Ímyndaðu þér orkustöðvarnar sem gítarstrengi. Hver strengur víbrar á ólíkri tíðni og gefur frá sér sérstakan tón. Með tímanum geta strengirnir orðið ómstríðir og þarfnast þá samstillingar. Þegar strengirnir eru rétt stilltir næst samhljómur úr gítarnum. Á sama hátt nær maður samhljómi þegar orkustjöðvarnar eru rétt stilltar.
Hver orkustöð er samstillt sérstöku svæði líkamans og er talin framleiða það sem við köllum “drifkraft”. Orkustöðvarnar sjö raðast á miðjan líkamann með hyrgginn sem öxul. Fyrsta orkustöðin er staðsett neðst í hryggsólunni. Fyrsta orkustöðin skapar fyrsta drifkraft í efnislega átt, til að eignast og eiga. Það er því kaldhæðnislegt að losun skuli vera líkamleg starfsemi hennar Önnur orkustöðin er staðsett við og kringum kynfærin og úr verður drifkraftur til kynlífs. Þriðja orkustöðin, sem er staðsett bak við naflann, hefur áhrif á völd og meltingarkerfið. Fjórða orkustöðin, sem sér um andardáttinn, er staðsett nálægt hjartanu og er orkuuppspretta náinna kynna. Fimmta orkustöðin er staðsett í hálsinum, hefur áhrif á innkirtlakerfið og gefur dirfkraft til samskipta og andlegrar leitar. Sjötta orkustöðin er staðsett milli augabrúnanna þar sem hún hefur áhrif á vitsmuni og í aftari hluta heilans hefur hún áhrif á meðvitund og mögulega á innri sýn. Þúsund blaða lótusinn er tákn sjöundu orkustöðvarinnar sem er staðsett við hvirfilinn og á svæðinu rétt fyrir ofan höfuðið. Á því svæði leitum við út fyrir okkur. Þegar þessi ytri sjöundu orkustöðvarinnar gefur frá sér orku tölum við um geislabaug. Jafnvel þótt vestrænir efasemdamenn gætu yglt brúnir, hefur kerfið sem við erum búin að skýra mjög svipað myndrænt gildi og skynjun okkar á líkamanum. Sem dæmi tengjum við fyrstu orkustöðina sem er staðsett rétt fyrir ofan endaþarminn við “rassherping” þegar við segjum menneskju vera samanherpta sem er íhaldsöm eða haldin þráhyggju.
Fæair geta neitað þeirri kraftmiklu hleðslu sem verður til í kringum aðrar orkustöðina þegar við erum kynferðislega örvuð. Hún er getnaðarstöðin – kröftugur rafall til sköðunar. Þriðja orkustjöðin stjórnar meltingu og drifi til valda. Við höfum heyrt um hana sem “solar plexus” og þekkjum sannarlega orkuáhrifin á efnislíkamann. Við segjum þann sem hefur drifkraft og keyrir hlutina í gegn hafa “sterkan maga” og við vitum betur en svo að líta fram hjá því þegar við fáum “í magann”. Á þetta svæði fá margir vesturlandabúar magasár vegna þess að þeir keyra sig of stíft áfram.
Einnig er auðvelt að sjá fyrir sér birtingu fjórðu orkustöðvarinnar í nútímanum. Austrænar hefðir eftirláta hjartanu stjórn á samúðarfullum hvötum, ást og nánum tengslum; og vestræn tunga bergmálar þessum skilgreiningum. Við segjum “sýndu hjartahlýju” þegar við biðjum um miskunn eða samúð; við tölum um hjartaknúsara, að eitthvað nísti hjartað o.s.frv. Við erum oft leidd áfram af hjartanu þegar við höldum að hugurinn ætti að ráða. Jafnvel þótt við teljum okkur ekki bókstaflega á valdi hjartans, erum við snortin, leidd áfram eða verðum fyrir áhrifum af þessari orku hjartans.
Það er mjög auðvelt að sjá fimmtu orkustöðina, í hálsinum, sem samskipt- og tjáningarstöð líkamans. Við eigum kannski erfiðara með að sjá fyrir okkur myndræn tengsl fimmtu orkustöðvarinnar við andlega leit, þó við vitum að tilfinningar séu oft tjáðar í gegnum þetta sævði. Við fáum til dæmis “kökk í hálsinn” þegar eitthvað hreyfir við okkur. Við getum skilið táknræna stöðu hálsins sem tengingu milli líkama og huga (hugurinn er hliðið til andlegs samruma), við lok lífsins, í hinni endalegu andlegu ferð, heyrist oft “dauðahrygl” í hálsinum. Sagt er að þá sé sálin á leið úr líkamanum inn í alheimssviðið.
Sjöttu orkustjöðina, sem er uppspretta vitsmunaorku, hugarstarfs og einbeitingar, getum við séð sem tákræna fyrir kraft og orku heilans. Sumir kalla sjöttu orkustöðina “þriðja augað” og eftirláta henni orku innri sýnar og innsæis.
Hver orkustöð er þá táknræn fyrir mennlega eiginleika og langarir – að eignast, að maka sig, að ná árangri, að elska, að eiga samskipti, að skilja og síðast en ekki síst að rísa inn á hærri svið, vera hluti af alheimsvitundinni, að snerta Guð – eins og hver tjáir sig um þá upplifun.