Stutt samantekt um Launhelgar og lokuð galdra félögStutt samantekt um Launhelgar og lokuð félög eftir I w'm war eða Shemsu Heru

Gjör það er þér viljið skal vera allt lögmálið í held

Annar og þriðji hluti af átta

Musterisriddarareglan (Militum Christi)

Á tímum krossferðanna var hinn kristni heimur í heilögu stríði gegn þjóðum íslams og sérstaklega Aröbum sem réðu þá yfir Jerúsalem. Árið 1099 náður krossfarar borginni en héldu henni ekki lengi. Vegna þessa og þess að Páfinn studdi þessar aðfarir að íslam, fannst mörgum kristnum mönnum þeim bera skylda til að fara í krossferð. Heilu munkaklaustrin hervæddust og þrömmuðu yfir þvera evrópu til að herja á heiðingunum.

Margar hermunkareglur urðu til á þessum tímum og sú þekktasta var musterisriddarareglan eða Militum Christi. Hún var stofnuð af frönskum aðalsmanni, Hughes dePaynes að nafni í kringum 1118. Í fyrstu samanstóð hún aðeins af níu mönnum sem höfðu svarið að helga líf sitt þessum málstað í fátækt og bræðralagi. Hinsvegar var það eftir að Páfinn hafði gefið þessum hópi blessun sína sem hjólin fóru að snúast.

Margt virðist hafa bent til að á ferðalögum sínum í hinum íslamska heimi hafi margir reglubræður orðið fyrir miklum áhrifum af menningarheimi araba sem stóð þeim evrópska á þessum tímum mun framar. Þannig hafi þeir einnig verið leiddir í gegnum ýmsa leyndardóma sem hinn íslamski heimur hafði varðveitt. Þannig hafa launhelgarnar orðið fyrir áhrifum frá íslam og magíuhefð persa. Hugsanlega er að þessi tilfærsla af hinum forna menningarheimi sem varðveitt var í arabaheiminum hafi átt nokkurn þátt í endurreisninni stuttu síðar.

Síðar varð reglan mjög auðug og svo valdamikil að konungum víðsvegar í Evrópu stóð ógn af henni. Að lokum eftir einhverjar pólitískar hræringar hóf Philip IV Frakklandskonungur ofsóknir á hendur reglunni í október 1308. Reglubræður voru handteknir og yfirheyrðir af rannsóknardómum.

Rósakrossreglan (R.C.)

Verður opinber eftir skrif tveggja bóka, Fama og Confessio. Miklar vangaveltur eru um hver skrifaði í raun þessar tvær bækur og í hvaða tilgangi. Reglan sjálf hefur tekið þessar tvær bækur bókstaflega, því í þeim er lýst nokkuð nákvæmlega fyrirkomulagi reglunnar. Aðrir hafa haldið því fram að þessar bækur hafa verið skrifaðar sem dæmisögur eða einskonar skáldsögur.

Reglan þróaðist í Englandi og var endurskipulögð árið 1866, undir forystu R.W. Little. Að sögn Arhur Cadbury Jones, þá starfar reglan af hinni mestu leynd og félögum hennar er bannað að gefa sig til kynna með nokkru móti. En þeir hafa unnið markvert starf í þágu mannkærleika, ,,…einkum með rannsóknum á notum lyfja úr jurtaríkinu og lækningu sjúkdóma…’’*

(* Briem, bls 441)

Reglan lifir enn þann dag í dag og aðalinntak hennar er frelsun sálarinnar með andlegum skilningi. Í dag er reglan vinsælust í Bandaríkjunum og stærsta deildin nefnist AMORC (The Ancient Mystical Order Rosae Crucis). Þar eru sennilega um 200.000 nemar ásamt óþekktum fjölda fullvígðra meðlima.

Lögmálið er ást, ást er lýtur vilja

Heimildir

Briem, Efraim. 1975. Launhelgar og lokuð félög. Ísl. þýð. Börn Magnússon. Prentsmiðjan leiftur h.f. Reykjavík.

Moran, Sarah. 1999. The Secret World of Cults. Quadrillion Publishing Ltd. Surrey.

Waite, Arthur E. 1996. A New Encyclopaedia of Freemasonry. Wings Books. Avenel.