Eldurinn

Eldurinn er frumkraftur heimsins
eitt að grunnefnunum fjórum,
eldurinn er skopunarverk mannsins
eldurinn sem getur eyðilagt allt, en valdið er okkar

Jörð

Jörðin er grundvöllur alls
eitt af grunnefnunum fjórum
jörðin er það sem við komum frá
og jörðin er það sem við munum fara.
en hvert förum við?

Loft

Loftið eru himnar alls
eitt af grunnefnunum fjórum,
loftið er rýmið sem við höfum
og þar svífum við til himnanna.
en ráðum við hvert við förum?

Vatnið

Vatnið er hið lífsins fljót
eitt af grunnefnunum fjórum
Vatnið ber með sér tilfinningar
og tilfinningarnar berast í tárum
hversu sölt eru þín tár?

Ljósið

Ljósið er lýsing alls
sameinað af grunnefnunum fjórum,
Ljósið sem fæddi þennan heim
og svo mun fara að ljós muni slökkna og alheimur myrkvast
ertu með þitt ljós í lagi?

Myrkvið

Myrkvið er kyrrstaða alls
sameinað af andhverfunum fimm
myrkvið er það mesta afl-sem
í efnisheiminum ber.
Myrkvið er einnig hið óþekkta?

Tíminn

Tíminn er hreifing alls
sameinað af efnisheiminum alls
tíminn er hið flóknasta afl
afl sem eigi er hægt að stöðva

Eilífðin

Eilífðin fyrirfynnst ekki í þessum heimi
sameinað alls sem efnið og orkan geymir
jafnframt er það líka sem andans heimur,yfir tímanum háð
heimur sem við komum og munum svo fara.

Sjálfið

Sjálfið er hin innsti kjarni andanns
andanns sem byggði allt
sjálfið er eitt lítið púsl
púsl sem á endanum sameinast í hinum víðasta skilningi.

Samfelagssjálfið

Sálirnar hafa allar sínar tengingar
sem hin æðsti stýrir
stjórn okkar felst í valmöguleikum
og valmögleikarnir eru endalausir
en endaleisan er okkar að sameinast.

Alheimssjálfið

Alheimssjálfið er sameining allra sjálfa
efsta þrep í mannlegum kjarna
héðan liggja leiðir til allra átta
og héðan getum við byrst í öllum formum
endaleysan er ekki til vegna að hér er upphafið
og hér er endirinn. alpha v.s. omega

Himnasalir

Salir himnanna býr í okkur öllum
útsýnið er vægast sagt stórbrotið
eins og þingvellir í fimmntu vídd
víddirnar ellefu biðja að heilsa
þú ert velkomin þegar þinn dagur kemur
spurningin er aðeins? ert viðbúinn að vera tilbúinn..

end of part one..